Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bluefire
Bluefire Notandi frá fornöld Kvenmaður
162 stig

Re: Ég játa.

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég tæki ofan fyrir þér, hefði ég höfuðfat. Reykingamaður sem virðir rétt annarra til að líka ekki við reyk! Þú átt virðingu mína fyllilega skylda.

Re: Ég játa.

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er rétt hjá þér, það er ekkert auðveldara en að flokka fólk. Gallinn er bara að maður hefur oft svo ranga hugmynd af þeim hóp sem maður telur að einhver falli inn í. Þessvegna er ég á móti því að flokka fólk. Ekki að ég geri það ekki, ég er langt frá því að vera eins og ég vildi að ég væri.

Re: Nokkur svindl fyrir the sims

í The Sims fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Walkthrough eru nær nauðsiyleg fyrir suma leiki. T.d. Playstation leikinn Dracula 2, the last sanctuary. Hann er ekki hægt að klára á heilbrigðum tíma á walkthrough því að nær allt í honum sést svo illa. Það er líka gott að geta gripið til walkthrough ef maður lendir í klandri.

Re: Hestaþátturinn í Ríkiskassanum

í Hestar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er nú samt alltaf gaman að því að bíða lengi fyrir framan tækið og bíða eftir því að “afakið hlé” skyggnan fari af skjánum. Þessi bandaríski maður var nú samt alveg stórhættulegur, hann talaði frábæra íslensku eftir svona stuttan tíma hér. Mér fannst reyndar votta fyrir íslenskum hreim í enskunni hjá honum í einu myndskeiðinu. (þjóðarrembingur!) Þessi þáttur var nokkuð góður.

Re: Sean Bean

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þeir tveir athyglisverðustu leikarar sem ég kannast við eru einmitt Sean, blessaður, Bean og Christopher Walkins. Þegar ég, sem Tolkien áhugamanneskja, frétti að Sean Bean ætti að leika í LotR gekk ég hreint og beint af göflunum. það var frábært. Hann gerði Boromir svo sannarlega góð skil.

Re: Milljóna gróði á fórnarlömbunum í WTC

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
til aðstandenda hryðjuverkanna? Áttu ekki við aðstandenda fórnarlambanna?

Re: Ég játa.

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
En þær eru nú hinsvegar ákaflega víðtækar. T.d. stunda ég ekki kaffihús og forðast að fara á veitingastaði af því að mér er meinilla við reyk. Ég færi nær daglega á kaffihús ef ég þyrfti ekki alltaf að leggja lykkju á leið mína til að finna reyklaust kaffihús. (auglýsing, TE & KAFFI er reyklaust) Þessi fnykur sem leggur af reykingamönnum er líka ekki hægt. Maður finnur ólykt af fólki sem hefur umgengist reykingamenn, jafnvel þó ekki hafi verið reykt ofaní það. Að vísu verð ég að viðurkenna...

Re: Korsett

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er á því að kvenfólk eigi að vera í þannig holdafari að “það sé hægt að pota í það.” Það er, Alls ekki horaðar og heldur ekki of vöðvaðar. það á að vera smá fitulag í húðinni.

Re: Korsett

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Heyr, heyr. Það er einhver búð uppi í Kringlu, rétt hjá Hagkaupum, sem hefur, í einhverja mánuði, haft uppi mynd af einhverri ungri stúlku. Þessi stelpa er svo sjúskuð og lítur út eins og heróin-chick. Mér finnst alltaf eins og vegfarendur séu að ásaka mig um fíkniefnaneyslu þegar ég horfi ó þessa auglýsingu. Ég hef nefnilega útlit sem margir tengja við fíkniefnaneyslu. En þar sem ég er blásaklaus af öllu svoleiðis, er ég miklu viðkvæmari fyrir því þegar fólk heldur að ég sé í rugli. Fyrir...

Re: Slysahættan í Víðidalnum

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú hef ég ekki farið upp í Víðidal í óratíma. Hvaða framkvæmdir eru þetta?

Re: Slysahættan í Víðidalnum

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Til Grænlands. Hrossin eru fá þar.

Re: lame kannanir!!!

í Tolkien fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Heyr, heyr!

Re: Tunglferðir, smá fræðsla..

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er nú allt í lagi. Það eru ekki allir sem flakka mikið á milli áhugamála. Sharing is for the good of people.

Re: Korsett

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef einhverstaðar heyrt þann kvitt að konum sem brytu alvarlega af sér á þessu svæði væri hengt með því að hringirnir væru teknir af. Þá er hálsinn orðinn of aflagaður og veikbyggður til að þola þunga höfuðsins og hálsinn brotnar. Þetta hinsvegar þarf ekkert að vera satt. hérna er link inn á síðu með myndum af konum með svona hringi. http://www.geocities.com/thetropics/3314/ Hérna er svo síða þar sem er talað um bæði lífstykki og liljufót. Neðar á síðunni er líka dálítið sem ég hvet alla...

Re: Final Fantasy XI

í Final Fantasy fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þetta er samt líka galli. Fyrir svona hæfileikalaust fólk eins og mig er FF snilld. Allur combat er einfaldur, sagan er vel ofin og þétt, maður þarf ekki að hafa neina joystick hæfileika. 'Eg er einmitt svona manneskja sem geri bara það sem ég get, ekki eftir neinu systemi. Ergo, 1p skotleikir+ég= total disaster. Ég vona an ff11 verði ekki mér óspilanlegur út á þetta.

Re: Korsett

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það kallast, að ég held, Kínverskur liljufótur.

Re: Korsett

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Lífstykki voru yfirleitt notuð þannig að stúlkur voru látnar ganga í þeim frá um fjögurra ára aldri. Lífstykkin voru reyrð sífelt fastar og fastar. Á þennan hátt náðist fram æskileg lögun á líkamann. Rifbeinin brotnuðu ekki, heldur beygðust undan stöðugum þrýstingnum af lífstykkinu. Við það minnkaði að sjálfsögðu rúmmálið í ryfjahylkinu og líffærin neyddust því til að raða sér upp á nýtt. (Þetta allt má sjá á mynd sem ég sendi inn). Lífstykki veita að sjálfsögðu gott aðhald og því rýrnuðu...

Re: In Nomine

í Spunaspil fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nei, bara non-GURPS In Nomine og það er fínt.<br><br>“Johnny Bravo pisses on my floor! That's right, I've got a floor. So what, so what, so what!” NOFX, Linoleum

Re: Kuja :)

í Final Fantasy fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Já, Kuja er d´-álítið kellingarlegur! En hann er flottur á sinn hátt (eins og flest við FF, en látum það liggja á milli hluta). <br><br>“Johnny Bravo pisses on my floor! That's right, I've got a floor. So what, so what, so what!” NOFX, Linoleum

Re: Hverjir verða fyrstir á Tunglið?

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
nei, nei. Kólumbus fór á undan Leifi heppna!

Re: FF Kvennmennska

í Final Fantasy fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvað ætlarðu að fá þér í kvöldmat?

Re: ?

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég tók þessu nú ekki sem ásökun. Andrúmsloftið á huga er svolítið reitt, þannig að ég ímynda mér að ef ég reyni að taka hlutunum ekki illa, þá verði ofurlítið skárra að vera hér :) No harm done.<br><br>“Johnny Bravo pisses on my floor! That's right, I've got a floor. So what, so what, so what!” NOFX, Linoleum

Re: FF Kvennmennska

í Final Fantasy fyrir 22 árum, 10 mánuðum
En ég er háværasta röddin í hausnum á þér!!! Eða eitthvað!

Re: ?

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nei engan veginn, kenfólk er ekki hórur. Það hef ég ekki sagt, með því væri ég að dæma sjálfa mig. það semég á við er það að mikið af kvenfólki hagi sér á þann hátt að fólk sem ekki þekkir “menninguna” hér taki það fyrir gleðikonur. Og þá fyrst og fremst í klæðaburði. Það er ekki vandamál meðal karlmanna. En mér finnst ekkert skárra að karlmaður sofi hjá villt og galið án þess að þekkja kvenfólkið sem hann sefur hjá. Þesslags karlmann myndi ég kalla druslu og eymingja. Ég held að kynlíf sé...

Re: Hætturnar sem leynast í notkun spjallrásanna

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Já, maðurinn þyrfti að vera fljótari að átta sig á hættunum sem leynast alstaðar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok