Jamm, sniðug grein og ekki mjög oft sem fólk skrifar um þetta. Fólki finnst oftast óþægilegt að tala um dauðann. Ég sjálfur hræðist ekki dauðann vegna þess að ég veit alveg upp á hár hvernig það er að vera dauður, en það er alveg nákvæmlega eins tilfinning og að vera ófæddur. Fólk pælir ekki mikið í þessu, en í raun hafa allir verið “dánir” í eitthvað um 13700000000 ár eða svo (samkvæmt því hvað við höldum að alheimurinn sé sirka gamall).