Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Blublu
Blublu Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
236 stig

Re: Hvað trúi ég á ?

í Dulspeki fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég held að þú sért trúleysingi án þess að vera búin/n að átta þig á því. Ef þú lest nokkrar bækur um vísindi og raunveruleikann og hvernig manneskjan platar sjálfa sig (Why people believe weird things er frábær bók) þá held ég að þú myndir komast að niðurstöðu.

Re: Látið trúað fólk í friði!!!

í Dulspeki fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Vá, sjitt hvað fólk á eftir að rífast mikið hérna. En það er samt staðreynd að biblíann og kórarinn eru bara bækur, og ekkert annað. Hvað er það annað? Það eru kannski voða merkilegar bækur, þótt mér finnist það ekki persónulega, en þær eru samt ekkert annað en bækur. “Ekki bera trú á guði saman við trú á einhyrningum og búálfum, það er svo feitann allt annar hlutur.” Hvernig er það allt annar hlutur? Fyrirgefðu, en ég held að þú sért ekki alveg trúlaus ef þér finnst vera munur þarna á...

Re: svona að pæla ..

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Jamm, mig grunar það líka. En þetta er það eina sem mér dettur í hug fyrir utan að segja honum að hætta bara þessari vitleysu og fá sér líf.

Re: helvítis strætó

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég er alltaf sáttari og sáttari við að hafa loksins fengið mér bíl. Þótt það sé töluvert dýrara peningalega þá jafnast það nokkurn vegin út vegna þess hverju mikið af geðheilsu maður sparar. :)

Re: svona að pæla ..

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Skrifaðu dagbók um hvernig þér líður þegar þú vaknar edrú á morgnanna. Skrifaðu í dagbókina þegar þér líður vel eða illa og hvort þú sjáir eftir að hafa drukkið. Svo þegar þig langar að drekka þá skaltu lesa dagbókina, og kannski færðu nógu mikinn innblástur til að vera edrú í það skiptið. Bara hugmynd sko, kannski virkar þetta ekki, ég hef bara heyrt að þetta sé gott ráð.

Re: Tjarnarhringurinn (hlaupið sem djöfullinn skemmti sér við að búa til)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hvurs lags nasista skóli er það að falla ef maður er ekki í nógu góðu formi. Í skólanum sem ég var í þá skipti bara máli að mæta í tímana, og að gera eitthvað í tímanum (sem sagt ekki sitja eins og klessa og lesa blað eða eitthvað).

Re: Brjóstaminnkun

í Heilsa fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Haha, einmitt það sem ég ætlaði að segja. :)

Re: Þroskaheft fólk!!

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Kannski er það vegna þess að þessi síða er full af vangefnum örvitum sem æla á lyklaborðið í staðinn fyrir að skrifa. Svo kemur fólk með við í kollinum og sér þetta, og það kannski leiðréttir eitthvað smá. En það geta auðvitað vangefnu örvitarnir ekki sætt sig við, þannig að þeir rífa kjaft þangað til það blæðir úr rassgatinu á þeim.

Re: Hvenar????

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mér finnst svo skrýtið þegar fólk segist “vorkenna” fólki sem “hefur ekkert betra að gera” en að leiðrétta stafsetningarvillur. Haldið þið að fólk sé að eyða heilu klukkutímunum í að fínkemba hvern póst, og leita uppi hvert orð í orðabók? Þetta tekur ekki langan tíma vegna þess að það er ekki “fokking” erfitt að skrifa rétt.

Re: Hvenar????

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Já, það sjá það allir að þú ert greinilega goð í íslensku. Frábært hjá þér!

Re: Var kærður í gær haha

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Vá hvað þú ert fyndinn hahahahahahahahahahahaha. Nei annars, þú ert bara fífl og áttir þetta skilið.

Re: Óskast eftir eitthverjum Phoenix Wright

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 3 mánuðum
http://www.play-asia.com/paOS-19-49-en-15-phoenix+wright.html

Re: Nintendo: Bullshit Evolved

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Fáðu þér Contra 4 á DS. Svo kemur Mega Man 9 á Wii bráðlega.

Re: Varðandi leiðréttingar/gagnrýni á málfari og stafsetningu.

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég var reyndar ekki alveg grafalvarlegur þegar ég póstaði þessu. En mér finnst samt eins og greinin hafi í rauninni sagt þetta sem ég sagði, nema augljóslega ekki svona dónalega.

Re: Varðandi leiðréttingar/gagnrýni á málfari og stafsetningu.

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Víst las ég greinina. Last þú hana kannski ekki? Bætt við 17. júlí 2008 - 03:47 “það er ekki okkar starf né í okkar rétti að benda á eða biðja um að hann fari í bað” "Það eina sem við þyrftum að gera til þess að forðast þennann mann væri að standa upp og ganga yfir í næsta herbergi, sem tæki okkur innan við eina sekúndu (ýta á „BACK“ takkann).“ ”Hugi.is hefur hinsvegar engar reglur eða skyldur um rétt málfar og/eða stafsetningu.“ ”Þannig að þið sjáið að í raun hafið þið engan alvöru rétt til...

Re: Varðandi leiðréttingar/gagnrýni á málfari og stafsetningu.

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég skal stytta alla þessa löngu grein í eina setningu: “Ef þér líkar ekki hvernig einhver lyktar, drullastu út.” Aðeins lengri væri hún: “Ef þér líkar ekki hvernig einhver lyktar, drullastu út. Og ef hann segir eitthvað sem þér líkar ekki, ekki voga þér að gagnrýna hann/hana. Drullaðiu þér bara burt hið snarasta.”

Re: Varðandi stafsetningar og málfars einelti

í Forsíða (gamla) fyrir 16 árum, 4 mánuðum
En hvað þú ert sniðugur að reyna að fá mig til að leita að villum þegar það eru engar villur. PS. það eru tvær villur í síðustu tveimur póstunum þínum.

Re: Varðandi stafsetningar og málfars einelti

í Forsíða (gamla) fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Nákvæmlega. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að allir skrifi 100% rétt alltaf, það eina sem ég myndi fara fram á, ef ég myndi ráða, er að fólk allavega reyni að skrifa læsilega og rétt. Og plís plís plís hættið að skrifa líta með ý. Það er ekki kúl að vera illskrifandi hálfviti. Þeir sem eru lesblindir ættu að nota villupúka og önnur tól til að aðstoða sig. Reyndar er ég alls ekki að kaupa það að 90% af notendum huga séu lesblindir en það er önnur saga.

Re: Varðandi stafsetningar og málfars einelti

í Forsíða (gamla) fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Mér finnst að ef fólk geti ekki skrifað almennilega þá hefur það ekkert að gera á internetinu. Auk þess ef fólk er alltaf að lesa sömu villuna þá venst það henni og finnst það vera rétt. Líta er ekki skrifað með ý, fávitar! Það eru til stafsetningar-leiðréttingarforrit og þeir sem eru lesblindir ættu að nota þau. Þannig að lesblinda er engin afsökun. Fólk á bara að kunna að skrifa. Sorrí en þetta er ekki fokking erfitt!

Re: Lítil pæling í sambandi við sjálfsmorð

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ertu að halda því fram að manneskja með “clinical depression” á háu stigi hafi enga möguleika að vinna sig upp úr því? Ég skil ekki alveg tilganginn með þessu svari.

Re: Lítil pæling í sambandi við sjálfsmorð

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ok, málið með þunglyndi er að það skiptir ekki máli hvort það er sjúkdómur eða ekki, það er ástand sem er hægt að vinna bug á, þ.e.a.s. lækna. Þess vegna er það ekki gott þegar einhver frekur sjálfsmorð út af þunglyndi, hann/hún hefði átt að fá hjálp við að vinna sig úr ástandinu og öðlast lífsfyllingu. Væri það ekki bara miklu betra?

Re: Björk/Sigur Rós

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég fór á þetta, ágætis tónleikar en ég neyddist til að fara stuttu eftir að Björk byrjaði vegna þess að ég var farinn að skjálfa af kulda (var ekkert vel klæddur).

Re: Að net-tengja WII

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Farðu í internet settings í Wii tölvunni og stilltu þetta rétt. Þetta á að virka. Það er svo mikið betra að vera með USB-adapter, áður fyrr var ég alltaf að detta út í Mario Kart Wii, en ekki lengur :) Bætt við 5. júlí 2008 - 02:06 Og nei, þú færð enga Wii-punkta upp úr boxinu, þú verður að kaupa þá sér. (Breyttu landinu í UK fyrst).

Re: Allir að losa sig við gömlu leikina.

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 4 mánuðum
5 krónur? Meinarðu ekki 500 krónur?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok