Já, ég var að meina að ef guð bjó bara til heiminn og skipti sér svo ekki meira af, þá gæti alveg eins verið enginn guð, og við gætum aldrei vitað muninn. Ok, trú(faith) sem væri svoleiðis, sem sagt þannig að guð bara bjó til heiminn og skipti sér ekki meira af… hvers konar trú er það eiginlega? Fólk má auðvitað taka upp svoleiðis “trú” en mér finnst bara það voða tilgangslaust, eitthvað. Til hvers ættum við að halda upp á svoleiðis “trú”? Miklu betra að fara í göngutúr og njóta náttúrunnar...