Sem trúaður maður get ég alveg fallist á að tímasetning jólanna hafi ekkert með fæðingu Jesú að gera. Ég get líka fallist á að hægt sé að upplifa jólin án nokkurs kristins innihalds. Ég er meira en til í að líta á þetta sem daga þar sem ég get fært vinum, hvort sem þeir eru trúaðir, kristnir eða hvað, gjafir sem tákn um vináttu og virðingu. Mín kristna trú kemur í Jólinn þegar ég nota tækifærið til að njóta þess sem ég, fyrir náð Guðs, hef skapað: góð tengsl í góðri fjölskyldu, góða vini,...