Gott svar, en samt ekki. Hvernig vissi hann að þetta væru hestamenn? Flautuðu þeir á hann því að þeir voru hestamenn? Og svaraðu nú háttvirtur snillingur.
Athugaðu bara sjálfur ;-) http://gmail.google.com/gmail/a-8c273ac84a-8629b73402-ca4210e549 http://gmail.google.com/gmail/a-8c273ac84a-11e2c3fff6-fc499cdb7c http://gmail.google.com/gmail/a-8c273ac84a-d64af066a4-5b6a57a6a0
Fólk er ekki bannað fyrir að vera ósammála fólki. Fólk er bannað fyrir að drulla yfir annað fólk með órökstuddu kjaftæði. Ef þú sérð ekki að fantasía er stak í menginu fólk og að pósturinn hér að ofan frá Bjossas um hana sé dæmi um póst þar sem drullað er yfir einstakling með órökstuddu kjaftæði þá veit ég ekki hvað skal segja…
Ég held að þeir sem flautuð á þig hafi séð og haldið að þú værir greinilega hestamaður. Því var þetta fyrirbyggjandi flaut þ.a. að næst þegar þú færir á bak þá værir þú ekki að ríða á akveginum.
Er firefox ekki líka að taka upp ákveðin hlut og ætla svo að láta laga staðalinn eftir því? Það sýnist mér nú. Svo gæti ég notað þessa síðustu röksemdafærslu þína orðrétt gegn ásökunum á það t.d. hversu Internet Explorer var smíðaður inn í stýrikerfið ásamt ýmsu öðru þar sem microsoft hefur verið að smíða forrit þannig að þau passi best með sínum eigin forritum. Þar voru þeir nú bara að búa til fítusa og nýta sér þá svo í öðrum forritum.
Annar punktur í sama máli er líka að google hefur nú hafið notkun á þessum fítus og eins og áður sagði virkar hann bara í firefox? Má það? Hvað hefði gerst ef MSN search hefði komið með þetta og þetta virkaði einungis í IE? Stór grein á slashdot og svo heljar flamewar?
Já ég er sammála því að þetta sé eðlilegt en ég er aftur á móti líka sammála að það sem IE gerði er eðlilegt. Að bæta við er alltaf í lagi. Og þú hefur enn ekki svarað síðari spurningunni.
Skiptir ekki máli. Það er eitt að bæta við og annað að brjóta. Þarna er mozilla að bæta við. IE hefur verið að bæta við hlutum og fólk eins og þú gagnrýnir fyrir það. Nú er firefox að bæta við og þá þykir það allt í lagi? Og þú hefur ekki enn svarað seinni spurningunni sem mér þykir athyglisvert því þér nefur nú verið tíðrætt um siðferði microsoft. Finnst þér þetta eðlilegt allt saman?
Nei ef þú lest smáa letrið þá kemur fram að þeir ætli upp í 2 gb og svo auka þetta eftir því sem pláss leyfir. Þetta er eins og í fyrra þegar g-mail var kynnt, héldu margir að þetta 1 gb væri aprílgabb en annað kom nú á daginn.
Nú hefur þú verið að kvarta yfir því að IE hafi búið til standarda á sínum tíma. Aftur á móti rakst ég á fítus í firefox um daginn sem samræmist ekki neinum standard? Má það? Hvað hefði gerst ef IE 7 hefði komið með þetta? Stór grein á slashdot og svo heljar flamewar? Annað punktur í sama máli er líka að google hefur nú hafið notkun á þessum fítus og eins og áður sagði virkar hann bara í firefoz? Má það? Hvað hefði gerst ef MSN search hefði komið með þetta og þetta virkaði einungis í IE?...
Sama fyrirtæki má ekki senda þér fleiri en eitt sms nema hafa fengið samþykki þitt. Sjá 14. grein laga um húsgöngu og fjarsölusamninga (http://www.althingi.is/altext/stjt/2000.046.html) þar sem stendur: “Óheimilt er að nota símbréf eða sjálfvirk upphringingatæki við sölustarfemi sem lög þessi taka til nema neytandi hafi sérstaklega veitt samþykki sitt fyrir notkun slíkra fjarskiptaaðferða.”
Ef þú vilt ekki lifa í sjálfsblekkingu um einfaldleika kemstu ekki langt. Sífelld trú vísindamanna á einfaldleika í veröldinni hefur leitt af sér ófáar af mestu uppgötvunum vísindanna. Það er í sífelldu að koma í ljós að fleiri og fleiri svið í heiminum eru hliðstæð. Afhverju er það svo?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..