Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: BIRK

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hvernig væri nú að átta sig á því ekki seinna en strax að Flugfélag Íslands er ekki eina fyrirtækið sem er með starfsemi á flugvellinum. Landsflug gengur ljómandi vel og þeir eru með innanlandsflug. Þyrluþjónustan er með sína þjónustu þarna, Ernir og svo allir flugskólarnir en þeir ganga betur en nokkru sinni fyrr. Flugþjónustan gengur líka vel myndi ég halda, en þeir taka á móti einkavélum sér hér lenda og sinna þeim. Það er alveg ótrúlegur fjöldi af þessum einkavélum sem eru að lenda...

Re: H-4 Hercules

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði
Vá!

Re: BIRK

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það má líka ekki gleyma því að á BIRK eru margir með vinnuna sína og það er ekki bara Flugfélag Íslands sem flýgur þaðan með sína áætlun. BIRK skapar eins og áður sagði mörgum vinnu og einnig margar gistinætur í Rvk. Flestir sem vilja flugvöllinn í burtu vilja sjá einhvern frekari borgarbrag á svæði vallarins þar sem hægt sé að labba í allt saman eða taka strætó. Það yrði hægt að labba í vinnuna og labba niður í bæ. Allt voða fínt og spennó. Úthverfamenningin er líka litin hornauga því ef þú...

Re: Howard Hughes

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði
Gaman að lesa um Howard Hughes. Ég vil byrja á að hrósa þér fyrir að hafa yfir höfuð skrifað grein hérna, það er meira en ég hef gert lengi. Greinin sjálf var nú samt ekki upp á svo marga fiska en efnileg þó. Þú virðist vera með það á hreinu sem fram kemur og eflaust ekki hægt að hanka þig á staðrendarvillum. Inngangurinn er sæmilegur en svo byrjaru allt í einu á annari mynd Hughes. Hvað um þá fyrstu ? Þetta er frekar stutt grein miðað við viðburðarríka ævi. Þú reyndar tekur fram að þetta...

Re: Fairchild SA-227TT Merlin IIIC

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hvar ætti maður svosem að fá færi á að fljúga svona vél? En allavega, er jafnmikill hávaði í þessari eins og í Metróinum?

Re: Til sölu 1/10 í TF-FBA

í Flug fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hluturinn kostar hvað mikið ?

Re: Flughræðsla

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Gott ráð er að fara í flugferð einfaldlega. Þeir flughræddu sem ég hef farið með eru allir betri eftir flugferð með manni. Það að taka í stýrin (talað um stýri í fleirtölu á flugvélum) á flugvél slær á hræðsluna og það bara að sitja í svona litlu apparati sem flýgur ;) Kærastan mín er t.d. búin að losna við mikið af sinni flughræðslu eftir 3 flugferðir með mér. Mæli bara með að kíkja í einhvern flugskólann hérna og biðja um flugferð því þú sért flughrædd(ur) og viljir prufa þessa aðferð. Sá...

Re: Flugvirkjun

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Varst þú ekki að biðja um daginn um hugmyndir að ritgerð? Hvernig gekk það og um hvað skrifaðiru?

Re: Kvaka 7600 fyrir NORDO!

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Flugmaður einn var ráðinn af manni til að fljúga fyrir sig einn góðan veðurdag. Flugmaðurinn fór í loftið en fljótlega var ljóst að kúnninn hafði eitthvað illt í hyggju því hann tók upp byssu og sagðist ætla að ræna vélinni og sagði flugmanninun að taka ákveðna stefnu. Þetta gerði flugmaðurinn en hann kvakaði líka 7500 því flugvélinni hafði verið rænt. Svo í framhaldi af því áttaði þjófurinn sig á því að flugmaðurinn gæti kannski sagt eitthvað í talstöðina til að gefa rán til kynna svo hann...

Re: Flugmaður í vinstra sæti

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Var að renna í gegnum Tomahawk Information Manual og fann þetta ekki. Ég lúsarlas hann ekki reyndar. Hef spurt að þessu og mönnum ber ekki saman, ég held nú samt að maður eigi að sitja í vinstra sætinu sem PIC nema að maður hafi kennaraáritun.

Re: Nokkrar spurningar um flugnám

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er án efa betra að byrja á verklegu heldur en að byrja á bóklegu. Byrjaðu á því að kynna þér skólana sjálfur. Hringdu eða kíktu í heimskókn til þeirra og farðu í kynnisflug, jafnvel hjá fleiri en einum skóla (þú færð kynnisflugin skráð sem reynslu). Svo þegar þú hefur valið þér skóla sem þér finnst henta þér best í sambandi við verð og þann fíling sem þú skynjar að þá skaltu setjast niður og ræða við þá um hvernig er best að haga náminu. Ég byrjaði í verklegu og tók rétt rúmlega sóló og...

Re: Hvað finnst ykkur?

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er nú þannig yfirbragð á henni að það lýtur út eins og þetta sé screenshot úr tölvu.

Re: Hugmynd?

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Kostir og gallar þessar að færa, eða færa ekki BIRK og hvert þá og hvers vegna og hvers vegna ekki og svo fram eftir götunum. Kostir og gallar innanlandsflugs í BIKF svo er hægt að koma inn á að færa utanlandsflug til BIRK og svoleiðis ýmsir pólar í hæðinni. Svo er eitthvað sem er kannski meira áhugavert fyrir flugvirkjann og það er JET-A1 í piston vélar. Þeir þarna í BNA minnir mig, eru búnir að hanna vél SEP sem notar JET-A1 og eru að sækja um STC fyrir helstu tegundir. Prófanir hafa farið...

Re: Flug Valkyrjunnar, North American XB-70.

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Frábært í alla staði, skemmtileg lesning og vel uppsett með skemmtilegum myndum. 10 í einkunn ;)

Re: Cirrus

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hann á tvær svartar litlar listflugvélar. Önnur er eins manns og hin tveggja manna. Svo á hann TF-LOW og svo þessa Cirrus, þ.a.e.s. ef hann á pottþétt þessa Cirrus, þori reyndar ekki að fullyrða að hann eigi hana en mér finnst það mjög mjög líklegt. Cirrus kostar ný c.a. 30 milljónir takk fyrir. TF-ABD og TF-ABJ eru listflugvélarnar. TF-LOW er rauð tveggja hreyfla Dornier með pláss fyrir 6 farþega. Þokkaleg einkavél það ;) Svo er tuddalykt í henni líka ;)

Re: Cirrus

í Flug fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þess má geta að eitt svona stykki er staðsett í skýli á Akureyri í eigu Arngríms. Ég var svo heppinn að ráfa þarna inn um daginn og skoðaði vélina vel og vandlega. Alger geðbilun þessi vél. Tudda lyktin inni í henni líka … gerist ekki betra.

Re: Flugtími

í Flug fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Flugtími á þessum prís er einungis 20-30 mínútna kynnisflug.

Re: Íslenskir knattspyrnudómarar

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Svo til að bæta við. Þá í sambandi við 3. deildina. Heimalið reddar AD í leikinn, en ekki dómara. Dómari er skipaður af KSÍ en í úrslitakeppni 3. deildar skipar KSÍ tríóið allt og eftirlitsmann.

Re: Íslenskir knattspyrnudómarar

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Gömul grein en ég ætla að svara. Þessi maður sem var á línunni í þessum kvennaleik, Ólafur Ingvar Guðfinnsson, er talinn vera einn af 2 bestu aðstoðardómurum landsins. Hann er FIFA-aðstoðardómari og ætti því vel að ráða við hlutverk sitt á línunni í kvennaleik. Svo í sambandi við A-aðstoðardómarana, að þá eru þeir 8 og þar af eru 7 þeirra FIFA-aðstoðardómarar. Með eftirlitsmennina, að þá eru þeir bara í hópi áhorfenda á leiknum og skrá hjá sér atvik og ræða við dómarana eftir leik (fyrir...

Re: f-16 að elta md 80 inn til lendingar

í Flug fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Flottar myndir … til hamingju.

Re: Byrja í flugnámi :)

í Flug fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Þessi inntökuskilyrði sem þú talar um eru fyrir atvinnuflug og þeir sem stefna þangað ættu að haga sínu framhaldsnámi á þann hátt að ekki þurfi að taka inntökupróf. Svo er líka æskilegt að menn hafi stúdentspróf þegar sækja á um vinnu á endanum. Það eru engin inntökuskilyrði í einkaflugið sjálft en til þess að fá sóló skírteini þurfa menn að standast 1. eða 2. flokks heilbrigðisskírteini. 1. flokks heilbrigðisskírteini (tala um “h-teini” hér eftir)er skírteini sem krafist er fyrir...

Re: Bara annar dagur á skrifstofunni.

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Eitt sem ég fór reyndar að velta fyrir mér. Þið enduðuð með varaeldsneyti upp á 18 mínútur. Er lágmark ekki 45 eða jafnvel 1,5 ? Allavega fer ég ekkert nema vera með að lágmarki 45 mínútnu varaeldsneyti en reyndar er auðveldara að finna heppilegan lendingarstað á þyrlum en flugvélum. Svo hvað er þessi þyrla að eyða á klst?

Re: Cirrus SR-22

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já menn hafa verið að sjá svona vél á BIAR og þar voru menn sem þekkja vel til á rampinum að nafngreina þann ágæta mann sem á víst að eiga svona vél. Ég kynnti mér á sínum tíma hvað svona kostar en það er á bilinu 13-30 milljóna og þeir vildu meina að vélin hlyti að vera 30 milljóna týpan svona miðað við eigandann … en eins og ég segi, sel það ei dýrara en ég …

Re: Bara annar dagur á skrifstofunni.

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Skemmtilegasta grein sem ég hef lesið á huga ;) Ég sat sperrtur og spenntur við þessa lesningu. Hrikalega vel skrifuð og vel uppsett grein og svo auðvitað frábært söguefni ;)

Re: Cirrus SR-22

í Flug fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Mér skilst að það sé komin svona vél hingað á klakann, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég fann enga Cirrus skráða í Loftfaraskránni á heimasíðu Flugmálastjórnar. Sú skrá er reyndar frá 4. júlí og margt getur gerst á 3 vikum ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok