Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Flughræðsla

í Flug fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Kynnisflug kostar eitthvað í kringum 4-5 þús. …

Re: C-5 Galaxy

í Flug fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ætli listflugvél hafi ekki bara flogið þarna framhjá með reyk aftan úr sér.

Re: fokkit.. :D shyness í gangi..

í Rómantík fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Lína úr kvikmynd: Your odds go way up when you file an application :) Tékkaðu á þessu. Þú veist ekki hvort það séu mistök fyrr en þú hefur gert það og ef hann tekur vel í það að þá eru þetta ekki mistök. En hvort áttu eftir að sjá meira eftir að að láta á það reyna og gera þá mistök eða gera ekkert í því og vita kannski aldrei? Láttu á það vaða, strákar eru hrifnir af því að það sé reynt við þá. Getur boðið honum á rúntinn eða eitthvað lítið til að byrja með …

Re: ég þolli ekki svona vesen

í Rómantík fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Rídd'enni og troddu félaganum í sparigatið að henni óspurðri og sjáðu hvort þú losnir ekki við hana þannig. Ef hún fýlar það geturu heimtað að troða honum munninn á henni á eftir til að þrífa kvikindið eftir torfæruna.

Re: Eltingaleikurinn Mikli

í Rómantík fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það er ástæða fyrir því að hann er að eyða þessum tíma með þér …. Kannski hugsar hann það sama, láttu vaða.

Re: Flughræðslan heilsar

í Flug fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það er nú ekki rétt að flugvél frá Flugleiðum hafi aldrei farist og að enginn hafi dáið hjá þeim. http://www.airdisaster.com/cgi-bin/search_keyword.cgi?search=iceland

Re: Flughræðslan heilsar

í Flug fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Flughræddur félagi minn var á leið til útlanda um daginn og var skíthræddur, ég tók hann stutt flug og létt hann fljúga og svona, lék mér smá með hann líka ;) Flugið til útlanda var fyrir vikið mikið auðveldara fyrir hann og nú hefur hann komið með mér aftur að fljúga og finnst rosa gaman og er að mestu leyti laus við hræðsluna, þó hún blundi að vísu enn að einhverju ofur litlu leyti í honum er hann að mestu laus við hana. Skelltu þér í stutt flug, það er málið, og þegar þú flýgur sjálf...

Re: APU???

í Flug fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Yaw damper dempar yaw ;) En Yaw damperinn kemur í veg fyrir svokallað dutch roll, en það er óstöðugleiki sem síeykst og getur verið frekar ósniðugt.

Re: SEP & MEP

í Flug fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það þarf MCC til að fá að taka tegundaáritun á fjölstjórnarvél og til að fá MCC þarf að hafa CPL+IR og MEP ratingu. 5700kg reglan er fallin úr gildi með JAR.

Re: Flug og lesblindni

í Flug fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Jú, ef þeir komast í gegnum námið. Það er strembið en lesblindir geta þetta alveg eins og aðrir ef þeir leggja sig fram.

Re: Strákur

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Gastu ekki bara rætt við hann í staðinn fyrir að segja honum bara upp? Sérstaklega þar sem þú sagðist ekki geta gefið honum ástæðu? Ekki vanmeta mátt þess að ræða saman málin og laga það sem betur má fara. Þannig virka sambönd, samskipti.

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þú einmitt vera að segja það að réttur reykingamannsins sé meiri en minn og það líkar mér ekki. Það virðist því vera að ef reykingamanninum er bannað að reykja að þá sé troðið á hans rétti en ef hann má reykja að þá er troðið á mínum. (þá á ég við reykingar á almannafæri) Þannig lít ég á að það sé verið að brjóta á mínum rétti til að verja rétt annara. Ég held að það sé mjög augljóst að íþróttir hafi jákvæðari áhrif en hitt. T.d. eru minni líkur á því að krakkar í íþróttum verði...

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
En það eru svo mörg lög sem eru sett til að hafa vit fyrir okkur! Það er munur á því að stunda íþróttir og slasast annars vegar og að reykja og fá lungnakrabba. Þessar samlíkingar hjá þér eru útúr korti finnst mér. Ég er fátækur námsmaður og hef engann áhuga á því að fara fyrir dómstóla. Ég skil bara ekki hvernig þú getur verið svona þröngsýnn. Þú ert sjálfur reyklaus en virkar eins og bitur reykingamaður sem reynir að réttlæta reykingar. Hvernig getur það verið rétt að ég þurfi að verða...

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Netið er nú ekki mitt sérlega áhugamál en mér þætti það vissulega slæmt að ætla að banna það en það er gjörsamlega út í hött að líkja þessu saman, sérstaklega þar sem reykingar eru ekki beint áhugamál og líka þar sem netið er nauðsynlegt eins og heimurinn er í dag sem við lifum í. Sígarettur eru það ekki. Af hverju þarftu að snúa svona útúr, alhæfa og leggja mér orð í munn. Ég vil engan veginn segja öllum hvað allir eiga að gera, en það hlýtur að vera ástæða fyrir því að við setja lög og...

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þetta er málið með ykkur laganemana (geri ráð fyrir því að þú sért laganemi) að þið sjáið allt svart og hvítt, en lífið er ekki svo einfalt og vonandi muntu sjá það sem fyrst. Stundum þarf að hafa vit fyrir fólki og það er einmitt málið með reykingar.

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Lögfræði splögfræði. Þú ert eflaust svaka klár á því sviði og án efa klárari en ég þar. Ég var búinn að lesa það ofar að þú reyktir ekki en þú virkar samt sem áður á mig sem bitur reykingamaður. Af hverju má setja það í lög að menn meigi ekki keyra nema vera í bílbelti en það má ekki banna reykingar? Þú talar um að menn meigi ekki neyta þessara grundvallaréttinda sinna ef menn brjóta á grundvallaréttindum annara. En það er einmitt það sem ég á við. Menn sem reykja brjóta sífellt á mínum...

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Akkurat það sama og ég hugsaði og ég ætlaði lengi ekki að svara þér þar sem þú virkaðir einmitt sem ekkert nema bitur reykingamaður með ekkert milli eyrnanna en það eina sem þú virðist kunna fyrir þér er að móðga fólk og vera með leiðindi. Það gleymdist hjá mér eitt orð í textanum áður og þú fattar það ekki að um augljóst mistök hafi verið að ræða og gerir lítið úr stafsetningu og málfari sem er einmitt sterk hlið hjá mér. Ég er reyndar töluvert eldri en 10 ára og mér þykir miður að þú...

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Sé þig fyrir mér með sígarettinu í kjaftinum og öskuna út um allt lyklaborð skrifandi þetta og haldandi að þú sért svaka sniðugur og klár, en útúrsnúningur og barnaskapur er það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þetta eftir þig zillus. Að segja að ég vilji að allir hagi mér eins og ég er vísbending um annað hvort ótrúlega heimsku og lélegan lesskilning eða útúrsnúning. Ég sagði hvergi að ég vildi að allir myndu hegða sér eins og ég heldur vil ég að enginn reykji vegna þess að það fer í...

Re: Varðandi reykingar !!!...

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Athyglisvert. Ég er fylgjandi því að banna innflutning og sölu á tóbaki á Íslandi. Það myndi kæta mitt litla hjarta ógurlega mikið. Reyndar er mér skítsama um þetta blessaða neftóbak og munntóbak, enda er því ekki troðið ofan í mig gegn mínum vilja. Forsjárhyggjan er nú oft alveg ótrúlega góð, það er t.d. skylda að nota bílbelti og það þótti á sínum tíma alveg fáránlegt að skylda menn til að nota bílbelti. Menn sögðu, “ef ég keyri varlega lendi ég ekki í neinu”, en í dag vita menn hversu...

Re: Allir út með rifflana...

í Flug fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er alltaf dýrast að leigja af skóla, en ef þú flýgur einn tíma í mánuði gæti það verið hagstæðara. Annars mæli ég bara með því að þú skoðir þig um að kynnir þér kosti og galla. Í langflestum tilfelltum er hentugast að eiga í vél eða vera í góðum klúbbi. (passaðu þig bara á því að kaupa ekki í TF-BOY þessa dagana þar sem hún er frekar illa farin í skýli RNF eftir krass í vikunni) p.s. innilega til hamingju með teinið!

Re: Dash 8

í Flug fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Sá hana líka. Ég veit ekkert hvort þetta sé ein af vélum sem FÍ fær en ég efa það. Held að þetta hafi verið 300 týpa en FÍ fær víst 100 týpur skilst mér.

Re: Ljósmyndaflug

í Flug fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þegar ég hef flogið yfir RK til að skoða hef ég fengið hæð sem ég má ekki fara undir, 1500 eða 2000 fet. Bara spurning um að díla við turninn ef þetta er ljósmyndaflug …

Re: Myndasafn

í Flug fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þessi mynd er nú máluð svo það er nú í lagi að slaka aðeins á.

Re: B-2 stealth bomber

í Flug fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Stealth fighters are for wimps. Flott vél engu að síður ;) Væri eflaust gaman að taka aðeins í hana ;)

Re: Tímasöfnun í apríl, USA

í Flug fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Menn verða að hafa flugtíma skráða í JAR ríki á JAR flugvél til að fá þá metna upp í þann fjölda tíma sem þarf til þess að hefja atvinnuflugnám. JAR segir að það þurfi 200 tíma í JAR ríki til þess að fá JAR atvinnuflugmannsteini. Svo þarf líka 300nm flug á Íslandi með stöðvunarlendingum á tveimur völlum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok