Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Reykjavíkurflugvöllur

í Deiglan fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það vita það greinilega ótrúlega fáir en sjúkraflug eru rosalega algeng með flugvélum en nánast engin með þyrlum. Þyrlan sinnir bara þessari neyðarþjónustu en sjúkraflug er flogið með flugvél á nánast hverjum degi og stundum oft á dag. Svo verða þeir sem segja að ferðin lengist bara um 30 mín við að færa innanlandsflugið til Kef að átta sig á því að þeir sem fljúga til Reykjavíkur eru í flestum tilfellum að fara til Reykjavíkur en ekki til Keflavíkur. Það er svo kjánalegt að fljúga til...

Re: ahugamalið

í Manager leikir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Maður spyr sig hvað er í gangi. Það er eins og hugi sé bara svona núna. Öllum sama eitthvað. Það er orðið ótrúlega langt síðan ég sótti um admin en ekkert gerst. Ég gef þessu ekki mikið lengri tíma í viðbót því ég vil fá svar. Þetta áhugamál er í rugli og stjórnendum huga.is virðist vera sama. Því miður.

Re: Airbus 380

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ótrúlega spennandi vél en ég er samt mun spenntari fyrir Dreamliner. Ég held að sá póll í hæðinni sem Boeing er að taka sé sá rétti. Þó held ég að þessi joystick menning sem Airbus er með sé ótrúlega sniðug og spennandi að fljúga svoleiðis, eða allavega öðruvísi. Þetta sparar vissulega mikið pláss og ekkert smá fínt að geta haft nauðsynlega pappíra og lappa í staðinn fyrir þetta venjulega stýri.

Re: A-380

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þeir eru búnir að vera með hana í aksturstesti undanfarið og hún mun fljúga mjög fljótlega. Hægt að sjá margar myndir á www.airliners.net

Re: spurning?

í Manager leikir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Nýjustu update sem ég hef fundið á http://www.thedugout.net fyrir þennan leik eru frá 18.9.2004.

Re: Boeing 777

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Góð grein um frábæra vél. Það er ótrúlega sniðugt að sjá myndir úr flugstjórnarklefum þar sem þessar eftirlitsmyndavélar eru í gangi.

Re: FS 2004, controls

í Flug fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er næstum jafn mikill munur joystick og lyklaborði eins og á joystick og að fljúga í alvörunni. Það munar gríðarlega miklu að vera með joystick en ef þú vilt ekki fá þér svoleiðis að þá áttu að geta stillt hversu næmir takkarnir eru og þú gerir það einhvers staðar í settings. Rudder á lyklaborði er þar sem þú vilt að hann sé held ég bara, þú getur þ.a.e.s. ákveðið það í settings.

Re: Rosaleg lending

í Flug fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég á myndband af svipaðri lendingu hjá 747 á þessum sama velli og miðað við vindpokann þar var alls ekki mikill hliðarvindur og þar var hann heldur ekki með alveg jafn stórt beitihorn en stórt þó þegar hann snerti.

Re: Bansettar stelpur

í Rómantík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Úff, þetta er djöfulli súrt maður. Mér persónulega finnst fáránlegt að segja þessi þrjú litlu en áhrifaríku orð eftir svona stutt samband en hver verður að hafa sinn háttinn á og ég ætla nú ekki að dæma ykkur fyrir það. En úff, ef hún kemur svona fram við þig að þá hreinlega er hún ekki nægilega góð manneskja. Maður kemur ekki svona fram við fólk. Gaurinn getur verið ljótur en greinilega hressandi gaur fyrst hann fær hana til að koma svona fram við þig. Útlit er nú víst ekki allt saman segir...

Re: FS 2004

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú getur googlað og fundið hinar og þessar síður. Með að setja flugvélar inn að þá er það svo með flestar að maður unzippar þeim beint í aircraft folderinn í fs möppunni. Stundum er þetta meira mál en það eru alltaf readme fælar með þessum vélum. Passaðu þig bara á því að dl vélum sem eru fyrir fs 2004 en ekki eldri leiki.

Re: hmmm

í Manager leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú getur fengið fleiri menn frá sama landi, þjálfara frá sama landi o.þ.h. Það gæti lagað það en er ekkert víst þó. Svo er gott að láta hann spila og gott að liðinu gangi vel sem og að mórallinn sé góður. Bara kommon sense. Hvað myndir þú vilja að gerðist í kringum þig ef þú værir með heimþrá í þessari stöðu?

Re: Welcome to Iceland Mr. Bobby Fischer!

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Gaman að sýna BNA mönnum loksins löngutöng í staðinn fyrir glaðbeittann vel smurðann afturendann. Það eru margir sem eiga skilið að lifa betra lífi og margir sem eiga skilið að fá íslenskan ríkisborgararétt en mér finnst að Fischer kallinn eigi það líka vegna ástæðna sem þegar hafa komið fram.

Re: rauð spjöld !!!!

í Manager leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mistök dómara eru hluti af leiknum. Í reglum segir samt að ef peyustog sé “frekjulegt” (eins og það er orðað minnir mig) að þá sé það gult spjald og því eðlilegt að fá gult spjald fyrir peysutog. “Hacked down with two feets” hlýtur að eiga að vera rautt spjald, en eins og ég segir að þá eru mistök dómara hluti af leiknum. Markvörðurinn átti nú skilið að fá rautt miðað við þessar lýsingar.

Re: Hvað ætlar Fischer að gera hérna?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Vissulega er það rétt nema þetta með að gefa skít í annað fólk sem bíður í 7 ár eftir sínum borgarrétti því þetta finnst mér vera gert af mannúðarástæðum. Í raun fyndist mér það eiga að vera nóg að hann fái vegabréf en ef það þarf ríkisborgararétt að þá bara verður að hafa það. Þú bendir á giftingaraldur og fleira sem er alveg hárrétt. Íslenska ríkið má aldeilis endurskoða sína fasistareglur hvað varðar venjulega útlendinga og það sem mér þykir verst í þessum málum eru þessar...

Re: Hvað ætlar Fischer að gera hérna?

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hann á margar milljónir og þarf ekki á bótum að halda enn sem íslenskur ríkisborgari gæti vel verið að hann ætti rétt á einhverjum bótum. Bara í ljósi þess að Íslendingar storka BNA mönnum finnst mér alveg frábært að Fischer komi hingað því það er löngu kominn tími til þess að einhverjir standi uppi í hárinu á þessum skussum vestan við okkur. Mér finnst það fullkomlega réttlætanlegt að bjóði þessum manni hingað í ljósi mannréttinda enda hefur verið farið mjög illa með hann hingað til af...

Re: Ekki lesa þetta

í Manager leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þú getur lokað hins hinum ýmsu forritum með því í ýta á CTRL+ALT+DEL og lokað þeim þar. Ég gerði þetta í gömlu vélinni minni þegar því hún var frekar slow. Passaðu þig bara á því að loka bara forritum sem þú veist að þú þarft ekki á að halda. Svo opnaru CM og ferð aftur í Task Managerinn og setur cm exe fælinn á high priority með því að hægri smella á hann. Svo ferðu aftur í cm og leikurinn ætti að vera hraðari.

Re: Hvernig mynduði stilla þessu liði upp ?

í Manager leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Augljóslega Frey í markinu. Cole Sol Kolo Lauren Vieira Edu Reyes Rosicky Keane Henry Hugsanlega gæti Kompany verið þarna í stað Kolo en ég þekki hann reyndar ekki nægilega vel. Svo er spurning um Alex eða Wilhelmsson í stað Keane en ég þekki þá heldur ekki nægilega vel.

Re: Mig vantar nýtt joystick

í Flug fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ertu búinn að leita af driver á netinu? Það hlýtur að vera einhver heimasíða með þessu joysticki og driver þar. Ég var ekki nokkrum vandræðum með að finna driver fyrir gamla minn. Reyndar er hann enn með þeim dýrari í BT og greinilega enn í framleiðslu svo það gæti verið að því hafi þetta gengið svona vel hjá mér.

Re: Flughræðsla

í Ferðalög fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Margir nota það ráð að drekka sig fulla og það í sjálfu sér ekkert rosalega vitlaust. En þú mátt ekki vera of drukkin og þú mátt ekki drekka bjór eða gos og þannig í raun er þetta ekki gott ráð. Það er loft í bjór og gosi sem eykur á vanlíðan þína í fluginu. Loftið í maganum er af allt öðrum þrýstingi en það sem í kringum þig er. Þó svo að flugvélar séu búnar þrýstibúnaði að þá halda þær ekki sama þrýsingi og við jörð. En ef þú ert 14 ára er best að láta áfengið hvort sem er í friði. ;) Áður...

Re: Nýjan stjórnanda!!!

í Manager leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Stjórnendurnir eru ekki í því hlutverki að halda áhugamálinu uppi heldur eru það hinir almennu notendur sem það gera. Hvernig væri að gera eitthvað af viti, eins og senda inn góðar greinar/sögur, í stað þess að væla. Ég er búinn að vera á þessu áhugamáli alveg hrikalega lengi og get sagt þér það að þetta hefur verið svona virkilega lengi og verður áfram. Það voru margir hérna mjög virkir á sínum tíma en það dalaði eitthvað en hefur verið mjög svipað mjög lengi.

Re: Reykjavíkurflugvöllur og Landspítalinn

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Alltaf sorglegt þegar vel skrifandi menn falla í gryfju dónaskaps og leiðinda. Ef byggðin þéttist munu fleiri bílar vera á minna svæði. Það hlýtur að hafa í för með sér meiri umferð. Fleiri bílar á minna svæði hlýtur líka að hafa í för með sér aukna slysahættu. Betri aðstæður draga vissulega úr slysahættu en aftur á móti er það augljóst að fleiri bílar á minna svæði auka hættuna. Með sjúkraflug hefur þú nokkuð rétt fyrir þér en samt ekki. Flugfélag Íslands mun í sumar hafa eina flugvél og...

Re: Reykjavíkurflugvöllur og Landspítalinn

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég man nú ekki hvort ég hafi hafi verið staddur þarna akkurat á vaktaskiptum en eflaust er það hræðilegt. Mér finnst ekki að eigi að viðhalda þessum flugvelli út af þessari einu ástæðu. Það er miklu meira sem kemur inn í dæmið finnst mér. Kostir þess að hafa hann þar sem hann er og ókostir að hafa hann í Keflavík. Mér finnst þetta bara hreinlega vera svo út í hött að fjarlægja völlinn til að þétta byggð miðsvæðis í Rvk. og það byggi ég á því sem ég hef áður sett fram.

Re: Reykjavíkurflugvöllur og Landspítalinn

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hehe takk fyrir það, ég hef þig í huga næst þegar mig vantar skutlerí í Rvk ;)

Re: Reykjavíkurflugvöllur og Landspítalinn

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Varðandi styttra sjúkraflug. MEIRIHLUTI þjóðarinnar býr þannig að styttra en á Vífilsstaði en Landspítalann við Hringbaut. Sjúkrabíll með forgang er um 20 mín. frá Keflavík á Vífilsstaði. Hvað áttu við með því? Að af því að meirihlutinn býr á höfuðborgarsvæðinu og þarf því ekki á sjúkraflugi að halda og því sé í lagi að hafa flugvöll langt frá sjúkrahúsi? Það þykir mér mjög ógeðfelld rök ef ég skil þetta rétt. Í kringum þetta svæði sem flugvöllurinn er myndast oft mikil umferð....

Re: Reykjavíkurflugvöllur og Landspítalinn

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þó svo að þú hafir ekki notað innanlandsflug að þá eru mjög margir sem það gera. Þú getur ekki ætlast til að heimurinn sé mótaður eftir þínum þörfum eða vina þinna. Hinir ýmsu menn hafa rekstur bæði í Reykjavík sem og annars staðar og þurfa oft að fljúga á milli. Eitt erum við hugsanlega sammála um og það er að völlurinn mætti vera fallegri. Það mætti endurbyggja þessa bagga og gera þetta að fallegra svæði. En hver fer í svoleiðis fjárútlát ef það er pólitískur þrýstingur að völlurinn fari?...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok