Ég las Hobbit (Tolkiens) fyrst á íslensku, geysigóð þýðing eftir mann sem að er einn besti þýðandi okkar, en nafni hans hef ég gleymt á þessari stundu. Seinna byrjaði ég að lesa Hobbit á ensku, en gafst upp á því, það vantaði heilmikið að mér fannst, og íslenska þýðingin var meira lifandi, mér sýnist það einkum vera vegna þess að Tolkien kallinn var mikið með svona minni í norrænu sögurnar, þar eigum við auðvitað fullt af orðum, sem enskan hefur engin sambærileg fyrir og er þess vegna kauðskari.