Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Augustus
Augustus Notandi frá fornöld Karlmaður
992 stig
Summum ius summa inuria

Re: Lífið er helvíti, njóttu þess

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég vil benda á að það er helvíti hart og raunar allt annað að vera trúlaus en guðlaus. Eins og hefur áður komið fram þá er ég guðleysingi (atheist) en alls ekki trúleysingi, þar sem ég trúi á allt það sem ég geri (hvers vegna ætti ég annars að gera það?). Tvö ólík hugtök sem því miður er soldið ruglað saman, en er sitthvor hluturinn.

Re: Rómantísk kvöldstund

í Rómantík fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Verst hvað baðið hjá okkur er lítið… :p

Re: ESB?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Varðandi Evruna held ég að Ísland sé eitt örfárra landa sem stenst öll efnahagsleg skilyrði fyrir því að taka hana upp, flest ESB ríkin voru mun lægri en við í þeirri einkunnagjöf.

Re: Hvað er Skemmtilegast???

í Manager leikir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég spilaði 99/00 frekar lítið en 93/94 fór uppí 49 season ´(áður en fraus).

Re: Lífið: hefur það eitthvað gildi?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Æjá :p Ég las smásagnasafnið EFTIR að hafa lesið hinar sögurnar allar, og því hefur þetta eitthvað brenglast í minningunni. Menningin (The Culture) er að sjálfsögðu hugsuð út frá mannlegum forsendum (humanoid), meira get ég ekki tjáð mig um þetta nema að skemma fyrir væntanlegum lesendum Iain M. Banks (sem einnig ritar “venjulegar” skáldsögur undir nafninu Iain Banks).

Re: Hvað er Skemmtilegast???

í Manager leikir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég spila aldrei undir 50 seasonum (nema helv savein krassi eins og gerðist í '93/94, á season 48, og svo seinna í season 49). Núna er árið 2029 hjá mér í nýjustu útgáfunni, Sheffield Wednesday (sem verið hafa undir minni stjórn allan tímann) eiga 320 millur, margfaldir Englands og Evrópumeistarar, en hafa verið í lægð síðustu 2 ár (ég vann deildina 6 ár í röð, svo varð ég í öðru sæti og síðast sjötta, núna er ég á harðri baráttu um að endurheimta titilinn). Þegar að maður varð pínu þreyttur...

Re: Neðri deildir...

í Manager leikir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég fékk Vieri til mín, árið sem hann var Leikmaður Evrópu. Hann var nefnilega orðinn 31 og á Free Transfer, þá vilja menn fara næstum hvert sem er.

Re: Lífið: hefur það eitthvað gildi?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér þykir fróðlegt hvernig Trúleysinginn er settur upp hérna í þessari lýsingu. Sjálfur er ég Guðleysingi, en ekki Trúleysingi. Ég trúi ekki á að það sé til alvitur eða óvitur Guð, hvort sem hann er kristinn, gyðingur eða hvað. Hins vegar bý ég yfir trú, á sjálfan mig og mína. Eftir að dvöl minni hér er lokið leysist ég upp í frumeindir mínar, sál mín hverfur þegar að síðustu rafskilaboðin hverfa út í tómið úr taugum mínum. Auðvitað gæti það verið spennandi að maður lifi sem svona “Star Wars...

Re: Á að leggja niður Íslensku krónuna?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er sammála því að krónan er í miklum vanda stödd, og gaman væri að heyra ástæður þess koma frá ríkisstjórn Íslands (Góðæri hf). Ég væri hlynntur upptöku Evrunnar ef ekki kæmi til eitt atriði sem mig minnir að Conti (eða hvað hann heitir) hjá EU sagði við blaðamenn. Að til þess að fá að vera með í Evrunni þarf að sjálfsögðu að vera með í ESB. Það er mun verra mál.

Re: Óheppnin eltir.....

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 7 mánuðum
eins og ég sagði hérna fyrir ofan, þá geta Ferrari menn sér sjálfum kennt um dekkjaganginn. Þeir höfðu ALDREI sett hann undir bíl, ekki einu sinni einn hring eða tvo eins og vaninn er. Dekkin voru því alls ekki stillt, blýlóðin höfðu örugglega færst til við flutninga milli staða, og það er einfalt að kippa þeim í liðinn ef menn tékka á hlutunum. Þetta var ekki óheppni hjá Ferrari heldur KLAUFSKA.

Re:

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mig minnir ekki að menn séu meira á bandi McLaren en Ferrari. Í fótboltanum er hlutdrægnin alveg augljós, þar er ManU nr.1, Liverpool nr.2 og Arsenal nr.3. Allir aðrir eru númer 20 og 30. Það er Schumacher og Ferrari sjálfum að kenna að fara út á dekkjagangi sem var ekki einu sinni búið að prufukeyra, ef þeir hefðu svo mikið sem sett þennan dekkjagang einu sinni undir bílinn á æfingu hefðu þeir tekið eftir því að jafnvægið var ekki í lagi, og reddað því. Þess í stað tóku þeir gjörsamlega...

Re: Hvers vegna er íslenskan svona heilög?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Málið er mjög einfalt. Ef ÞÚ flytur til annars lands þar sem annað tungumál en þitt eigið er talað, þá að sjálfsögðu LÆRIRÐU það tungumál til að geta tjáð þig í nýja landinu ÞÍNU. Ef ég myndi setjast að í Frakklandi, að sjálfsögðu myndi ég leggja það á mig að læra frönsku þar sem íslenskan kæmi að takmörkuðum notum. Enskuna væri hægt að nota en það er vanvirðing við nýja heimilið mitt (Frakkland) að nota 3ja tungumál til tjáskipta. Þeir útlendingar sem setjast hér að til að búa eiga því að...

Re: Ogakor- hvað gerist nú ? (ekki spoiler)

í Raunveruleikaþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ef ég væri Amber væri ég ofboðslega pirruð útí liðið mitt fyrir gabba mig. Amber og Jerri kusu báðar Elisabeth því það var stefna flokksins. Restin hins vegar ákvað að svíkja þá stefnu og kaus Jerri út (mér finnst að hún sé að fá frekar ósanngjarna meðferð, á meðan að Colby sem að er svo falskur að það er ekki fyndið fá allt of góða meðferð). Ég er Amber, það er búið að blöffa mig einu sinni af mínum eigin flokki. Af hverju ekki að söðla bara um og skipta yfir í Kucha hópinn?

Re: Re: Konur, kvenleiki og baráttan.

í Hugi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Tja ég er greinilega svolítið seinn með þessa athugasemd, en hún á samt rétt á sér… “estrógen boltar” er væntanlega boldangskvenfólk. Þeir karlmenn sem eru estrógen boltar eru væntanlega í vondum málum, því að mikið estrógen magn í karlmönnum gerir þá kvenlega í vexti, minnkar fjölgunarhæfni þeirra og fleira. Hormónið sem karlmenn eru meira kenndir við kallast hins vegar testesterón.

Re: Fyrsta grein á Heimspeki

í Heimspeki fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Aristóteles var snillingur. Hann var kannski svolítið afturhaldssamur varðandi réttindi kvenna en hey, hann var uppi fyrir smá tíma :p

Re: Öruggur sigur Íslendinga

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Atli er ekki að meika þetta. Rúnar í bakverði og Helgi í hægri kantmanni… halló! Þetta er farið að minna á Kevin Keegan, knattspyrnuhetja sem var gufuruglaður framkvæmdastjóri…

Re: Champoinship Chairman

í Manager leikir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er mikill munur á hvernig Chairman hegða sér eftir löndum. Á Ítalíu kaupa þeir og selja leikmenn oft án samráðs við þjálfara (manager), í Englandi eru þeir hins vegar bara neitunarvald þegar að þjálfarinn (manager) er að selja/kaupa leikmenn. Það gæti verið takmarkað mikið sem að Chairman fengi að gera yfir hvert season… þessir menn eru flestir í annari vinnu með þessu.

Re: Ítalska deildin er best...... eða hvað?

í Manager leikir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það virðist taka soldið meiri tíma fyrir leikmenn að hætta að verða FGN í ensku. Virðist stundum taka vel 4-5 season áður en menn verða “Second nationality: English”

Re: hvað einelti gerir fólki

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Í fyrsta lagi er Fredinn með lesblindu (að mig minnir) þannig að það hefur lítið uppá sig að vera eitthvað að bitchast út í hann fyrir það. Það er leiðinlegt að lesa svona, en þegar að þetta er ekki hægt að laga lætur maður þetta líða hjá. Einelti sem fólk lendir í er mismunandi og mismunandi alvarlegt eftir því. Mér sýnist að það sé farið að verða mun grimmara og líkamlegra með hverri kynslóðinni á fætur annari núna. Ég lenti í einelti í lok gaggó, 13-15 ára var mjög slæmur tími þar sem ég...

Re: Elektróník í Kanalandi

í Raftónlist fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Tja ég hef nú verslað við Hljómalind í mörg mörg ár eins og sjá má á: http://www.totw.org/stalfur/cd-list.html Verst að Kiddi er að hætta, eða hvað? Nokkrir mánuðir síðan og enn virðist þetta vera í gangi?

Re: Malta - Ísland ekki í beinni

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Atli er alls ekki tilbúinn í þetta jobb, eins og fíaskóið gegn Tékkum sýnir. Þar ætlaði Atli að vera ofboðslega sniðugur að setja besta skallamanninn okkar út á kant og leyfa einum besta skallamanni heims að valsa um í vítateignum okkar… æðislega sniðug taktík… Búið er að tilkynna byrjunarliðið, og ENN OG AFTUR spilar Ísland án alvöru kantmanna. Tryggvi og Helgi eru á köntunum, hjá félagsliðum sínum spila þeir sem strikerar, en ekki hjá landsliðinu. Hvernig er þetta, eigum við enga leikmenn...

Re: myndir sem meiga missa sín

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Laugarásvídjó (hverfisleigan mín) er með rekka sem þeir helga vondum myndum.

Re: Skotárásir? Hin raunverulega ástæða.

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Var að spila smá TFC á amrískum server um daginn, og þar pakkaði eitt liðið í vörn. Ég skaut nú smá á þá að þetta væri voða týpisk spilamennska amerískra klana, og fékk merkilega svarið: “Of course we are defending, we've been under attack since 1812.” Bandaríkjamenn trúa því statt og stöðugt að allir vilji ráðast á þá, og að hvert einasta stríð útum allan heim sé að vega að HAGSMUNUM Bandaríkjanna ef að þeirra menn eru ekki að vinna. Þetta er sálsjúkt þjóðfélag, ég sjálfur er ekki á...

Re: öllum er asskotans sama

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það var rosa merkilegt fyrir lakkrísframleiðendur sem ætluðu að opna verksmiðju í Kína. Eða fiskútflytjendur eða eitthvað. Hvað sem það var þá var það bara eitthvað svona “bestu vinir aðal” dæmi, og það má alveg punda á svona menn spurningum í lýðræðisríki.

Re: Use real players: no.

í Manager leikir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Eftir 20 seasons þá er þetta alveg eins og “Use real players: no” :p
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok