Ég fór nú einn daginn Hellisheiðina sem að virtist í góðu lagi, nema hvað að á heimleiðinni gerði þetta líka brjálaða veður á henni miðri. Við Hveragerði og við Reykjavík var besta veður, en á miðri heiðinni var skyggni EKKERT, ef ekki hefði verið fyrir bílana sem að voru í halarófu á undan og afturljósin á þeim, og fremsti bílstjórinn ók á 10 km, þá hefði ég örugglega lent útaf, þar sem að stikuræflarnir gjörsamlega hurfu í kófið. Þetta var um vorið að auki, og ekki skiptið sem að hundruð...