Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Augustus
Augustus Notandi frá fornöld Karlmaður
992 stig
Summum ius summa inuria

Re: oO tilgangur mannsins? Oo

í Bækur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hljómar áhugavert. Önnur bók þar sem að mannkynið hættir að geta fjölgað sér (aðeins flóknara en það raunar) er “Childhood's End” eftir Arthur C. Clarke. Mjög áhugaverð bók með pælingum um stöðu mannkynsins í alheiminum.

Re: Demo save.

í Manager leikir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég tók að sjálfsögðu við mínum mönnum í Sheff Wed. Liðið er þunnskipað og byrjar í -15m Þegar að Demoið kláraðist höfðu skuldirnar aukist um 2 milljónir þrátt fyrir að ég hefði aðeins fengið tvo leikmenn á free transfer og selt tvo á rétt rúma milljón. Ég var í neðri hluta deildarinnar að auki, enda versnaði mórallinn þegar að blöðin fóru eitthvað að kjafta frá því að “Sheff Wed in deep financial struggle” og svoleiðis :p

Re: Ljós réttlátra og lampi óguðlegra.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Eins og ég er nú sammála því að við eigum að reyna að lifa lífinu á sem bestan hátt, þá er kristilegt siðgæði hugtak sem ekki er til, og Biblían safn hindurvitna.

Re: Og það er hlutverk valdamesta land í heimi að hafa

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er svo sem sammála þér í flestu calcio en verð að benda á það að Sádi-Arabía er með verri löndunum hvað mannréttindi varðar. Konur eru 3. flokks þegnar þar, og þeir eru ekki ýkja langt frá því að vera svipað vondir og Talebanar eru við sínar. Munurinn er sá að Sádi-Arabar skíta olíu og peningum og því er öllum sama hvað þeir gera heima hjá sér.

Re: Hvað er Skjár Einn að meina?

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Að einhver taki Conan O'Brien framyfir Jay Leno er með öllu óskiljanlegt…

Re: Leikjamúsik

í Leikjatölvur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mig langar í tónlistina úr Grim Fandango einmitt!

Re: Skjár einn að slappast

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er dúndur efni að finna á Breiðvarpinu, Cartoon Network, Discovery Channel, Animal Planet svo ég nefni þær sem ég horfi mest á. Oft er líka eitthvað sniðugt á BBC World, National Geographic, VH1 og MTV. Að auki eru gamlar perlur á TCM eða Hallmark, sumar eru algert gull.

Re: Hýsing á Léni.

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
"3) ég hef tekkið eftir því að sum len virka ekki sem http://hugi.is heldur bara sem http://www.hugi.is hver er munurinn ? og skiftir þetta einhverju máli. " Þetta er hægt að stilla á bæði DNS-serverum lénsins (nafnaþjónum) og svo í vefþjóni á þeim vélum sem að nafnaþjónarnir benda á. Mér finnst t.d. að HUGI ætti að láta hugi.is amk benda á www.hugi.is, hvort sem er með redirect á vefþjóni eða öðru

Re: í dag dóu meira en 40.000 manns!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Sæll (sic) Hvað ert þú að gera til að leysa þessi vandamál? Kveðja, (sic)

Re: Wanted: Góðir leikmenn.

í Manager leikir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Frekar ódýrir og mjög góðir sænskir leikmenn auk Ibrahimovic eru t.d.: Kim Källström AM/FC Stefan Selakovic AM/FRLC Christian Järdler DLC Kennedy Bakarcioglu FRC Reglan að reyna að redda sér þessum við fyrsta tækifæri (sem að þýðir að þegar maður er með Sheff Wed þarf maður að selja leikmenn upp í 11m skuldir, og svo meira til til þess að eiga pening :p)

Re: Bréf frá Bill Gates

í Windows fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þegar að Microsoft sendir frá sér eitthvað nothæft sem að er ekki með gapandi öryggisholum og gert af nákvæmlega engri virðingu fyrir neytendum

Re: Hryðjuverk í USA!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hann er búinn að vera efstur á hit-lista USA síðustu árin… ekki dauður enn

Re: Hryðjuverk í USA!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
From: update@xdude.com

Re: Hryðjuverk í USA!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í tilefni af öllum þeim sem að eru að fnæsa yfir þessu og strax búnir að skella skuldinni á Araba, þá birti ég hér póst sem að var sendur út í dag: From: Subject: Fear Grips North America and Planet Earth– Is this the first day of our last days? 09/11/2001 15:58 Friends, I'm at a loss for words. To say I wish to extend “my condolences” to the friends and family of those working in the Trade Center buildings would be a severe understatement. I simply cannot believe the images I've seen this...

Re: Hryðjuverk í USA!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þú ert ótrúlega lágkúrulegur lýðskrumari… ekki furða að þú hafir stofnað þinn eigin stjórnmálaflokk :)

Re: Hryðjuverk í USA!

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Að bendla Arafat við einhver öfgasamtök er auðvitað útí hött, hver heldurðu að Arafat sé? Múhameð sjálfur? Það sem ég óttast er að í framhaldinu muni Ísraelsmenn næstum gjöreyða Palestínu, sem hefndarráðstöfun. Þá er verið að hengja þjóð fyrir smið. Einhver palestínskur öfgahópur hefur lýst yfir ábyrgð, réttlætir það t.d. að Íslendingum yrði öllum refsað fyrir einhvern Íslending sem myndi ræna flugvél og fljúga henni á byggingu? Varist sleggjudóma, þetta er hræðilegur atburður, en ef menn...

Re: Undirskriftarherferð vegna árása Ísraela

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
bæla uppreisn varstu að meina? Ísraelar hernámu Palestínu, þeim er því skv. okkar skoðunum frjálst að gera “uppreisn”. Ég er ekki samt hrifinn af þessum aðgerðum þeirra gegn almennum borgurum, en BÁÐIR aðilar stunda þetta því miður.

Re: Jordan snýr aftur!!

í Körfubolti fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ekki var minn maður Barkley nú feiminn við að segja það sem hann hugsaði.

Re: Lesbía á skotskónum

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
“Karlarnir eiga eins litla möguleika og hægt er að komast inn á HM” Það er raunar alrangt, við eigum ekki víst sæti en við höfum barist vel og áttum möguleika þar til í síðasta leik. Liechtenstein eru þeir sem eiga “eins litla möguleika og hægt er að komast á HM”

Re: Landslið í TFC

í Half-Life fyrir 23 árum, 2 mánuðum
usss. er handfylli ekki nóg? Missti af þessu dæmi raunar, var í Frakklandi að sóla mig…

Re: Tilheyra ISP hosting fortíðinni til?

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
ISP-ar hafa hingað til minnst verið að hýsa heimasíður einstaklinga, og eru ekki að missa neitt úr aski sínum, jafnvel að græða á því þar sem að support staff þarf ekki að svara einhverjum fyrirspurnum utan úr bæ um heimasíður. ISP-in/vefhýsingarfyrirtækin eru í bisness fyrir fyrirtæki og stofnanir sem að vita fullvel að þau verða orðspors síns vegna að vera með 100% uppitíma á vélum sem að þola álag. Þú hefur greinilega ekki séð innviði alvöru hýsingarsala :p

Re: l337 Linux hax0rz

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ef að Windows 2000 virkaði eins og það ætti þá væri ég ánægður með það, ég hins vegar er að lenda í allskonar helvítis veseni með það, undocumented errors og fleira, og það nýjasta er að Windows hættir að geta talið GID fyrir gluggana þannig að flestöll gluggaforritin mín eru hætt að geta keyrt upp, næsta dag hins vegar keyra þau rétt upp.. í svona 2 tíma.. ef ég er heppinn. Að segja að Microsoft megi skila frá sér vörum sem eru með massavillur og holur vegna þess að þeir eru svo stórt...

Re: Couscoussalat - mmm... einfalt og gott

í Matargerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ojjj Alls ekki að mínum smekk, couscous er eitthvað vonlausasta dæmið sem ég hef smakkað. Afsaka neikvæðnina en ég myndi ekki borða þetta :p

Re: PHP vs ASP

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ha? Þó að ég viti ekki eitthvað hvað? Hvar kom það fram? Ég er að benda á það að mér finnst persónulega að kóðastíllinn í PHP sé mun meira að mínu skapi en kóðastíllinn í ASP, sem og að ég hef séð mun meira “aktivití” í gangi með að skiptast á kóðabútum og heilum forritum sem skrifuð eru í PHP en ASP, meiri stuðningur þýðir meiri líkur á að geta lært meira og sparað vinnu að auki.

Re: PHP vs ASP

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
PHP er mun þægilegra á allan máta að mínu mati, ég hef prufað bæði og það að skrifa kóða er mörgum sinnum þægilegra og skýrara í PHP en ASP. Að auki eru í gangi heljarmiklir vefir og póstlistar þar sem menn skiptast á kóðum fyrir PHP. Ég hef ekki séð eins mikið í gangi fyrir ASP þó að eitthvað sé til.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok