Tveir kunningjar mínir fóru í fyrra til Madonna, á keppnina, þeir voru hvorugir góðir á bretti, en þeir sögðu að það hefði verið svo gaman að það væri ólýsanlegt. Það er kannski út af þessum grúppíum, þeir eru náttlega gaurar.
Já ég er alveg sammála um að þeir séu að verða uppiskroppa með efni, um daginn fór hálfur þátturinn í það að sýna frá einhverri crossarakeppni frá útlöndum og svo hellaskoðun hinn helmingurinn af þættinum. Svo eru þeir alltaf með það sama, frekar einhæft
Ég er mest sammála að skálafell er mikið betra svæði en bláfjöll, en það er samt oftar verra veður þar og snjórinn í stóru brekkunum á það til að frjósa alveg. En þegar maður heldur sig bara hjá pöllunum þá eru bláfjöll ekki til, það er líka svo viðbjóðslega mikið af fólki sem mætir í bláfjöll að það er EKKERT gaman að vera þar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..