Sammála þér GunniS. Hún er með ólíkindum þessi “jákvæða mismunun”. Og þegar talað er um að “bæta stöðu kvenna”, þá spyr ég: ef ein kona fær starf sem 100 karlmenn sóttu um, hvernig eru aðrar konur þá betur settar? Þetta er týpísk hóphugsun, að telja einhvern veginn að það sé einhvers konar symbiosis milli allra kvenna (eða samkynhneigðra, þeldökkra, fatlaðra, o.s.frv.) í heiminum. Að ef 100 konur eru atvinnulausar og ein fær starf, þá sé einhvern veginn staða hinna 99 bætt.