Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Er ég allt í einu orðinn besservisser? Vegna þess eins að ég sé þeirrar skoðunar að það tjáningarfrelsi sem er bundið í lög hér eigi að virða? Minn “besservisismi” er þó eingöngu mín eigin skoðun mynduð af okkar eigin stjórnarskrá. mér sýnist þú lítið hafa annað en innantómar móðganir og hálfkveðnar vísur. Sértu svo að setja útá þá staðreynd að í gegnum tíðina hafa hugsuðir, bæði vísindamenn og heimsspekingar verið drepnir fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en skrílinn sem drap þá þá hef...

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ef að þú hefðir einhverja hugmynd um þá hugmyndafræði sem Sókrates stóð fyrir þá sæir þú hversu fáránlegt þetta svar þitt er.. Hann horfði á vini sína drepna vegna þess að þeir höfðu skoðanir sem voru skrílnum ekki að skapi. Það er hinsvegar rétt að ég veit ákaflega lítið.. en ef ég hefði alist upp í samfélgi þar sem réttur manna til að viðhafa mismunandi skoðanir væri ekki virtur þá vissi ég ennþá minna. —– Yfirvöld í Kína bera ákaflega mikla virðingu fyrir siðferði, þ.e. sínu eigin...

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Auk þess sem frétt í DV er ekki frétt, frétt í DV er ýmisst að stórum hluta uppspuni eða hrein og klár athyglissýki, nema bæði eigi við. Fyrst að þú telur þig vera í rétti til að viðhafa svona staðreyndavillur á opinberum vettvangi án þess að hafa til þess nokkrar heimildir eða dæmi þá hlýtur DV að vera í sama rétt. Ekki kasta steinum útúr glerhúsi Fólk hefur alltaf einhverja ástæðu fyrir svona beiðnum, aðstandendur fórnarlamba snjóflóðanna í Súðavík voru ekki að biðja um að engar fréttir...

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þá erum við bara einfaldlega farin að tala um skilyrt tjáningarfrelsi… sem er EKKI tjáningarfrelsi. Af sömu ástæðu og mér er heimilt að setja hvað sem er á prent þá er þér fullkomlega heimilt að sleppa því að lesa það. Þetta er það valfrelsi sem barist hefur verið fyrir hér og mér er ákaflega annt um það. Ef DV væru nú að ljúga sökum uppá fólk þá myndi ég kannski (tæplega þó) setja mig upp á móti því. Hræsnin felst einmitt í nákvæmlega þessari lummu þinni um siðareglur… Ég skil ekki hvað...

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þú spurðir hvaðan er réttur blaða til að birta hvað sem er kominn? Ég taldi mig vera að svara því þegar þú sakaðir mig um að hafa ekki skilning á því sem ég var að segja.. Margur heldur mig sig

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Vertu ekki með þessa hræsni.. Núna um helgina var valinn blaðamaður ársins. Verðlaunin hlaut kona sem skrifaði sögu Thelmu Ásdísardóttur, sögu þar sem hún lýsti hræðilegum hlutum sem faðir hennar gerði henni og systkinum hennar… Það gleymist hinsvegar oft í umræðunni að faðir hennar var á sínum tíma ákærður fyrir þessa glæpi og sýknaður. En, það sannast hið mergkveðna það er ekki sama hvort það er DV sem nýtir sér málfrelsið eða einhver annar. ————————– Það má svo heldur ekki gleyma því að...

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hvað með myndir af flugvélaflökum þar sem fjöldi fólks dó eða þegar Rúv var með beinar útendingar frá því þegar líkin voru borin útúr rústum húsa á Súðavík og Flateyri.. Er það eitthvað öðruvísi en þetta. Það er greinilega ekki sama hvort það er Dv eða séra Rúv

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Held að þú ættir að læra að lesa á milli línanna? Afhverju heldur þú að Danska ríkisstjórnin sé ekki búin að biðja múslima afsökunar? Vegna það að vestræn ríki telja engan rétt jafn heilagan og að segja sínu skoðun, sama hversu “röng” einhverjum finnst hún. Þessum rétt hafa íslendingar verið að traðka á síðustu vikur vegna einhverrar múgæsingar á hendur einu dagblaði. Held að þú ættir að setjast niður og reyna að “skilja” að ég er ekki í einhverju liði með DV þó að ég sé tilbúinn að verja málfrelsið

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
við íslendingar búum í kjaftasögusamfélagi þar sem allir eru ofaní hvers manns koppi og hafa verið lengi. Smáborgarar sem finnst ekkert skemmtilegra en að finna eða búa til skít um náungann. Hafir þú einhvern tíma búið í litlu plássi þá veistu um hvað e´g er að tala. Fólk hrökklast frá heilu bæjarfélögunum vegna kjaftasagna og þekki ég mörg dæmi um það. Þetta er ástæðan fyrir því að DV er það blað sem hefur vaxið hvað mest í lestri á síðustu 2-3 á

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
þið eigið það kannski sameiginlegt… hver veit?

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
já, sérstaklega með svona málefnalegum svörum eins og frá þér…

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hvar vilt þú draga mörkin? Ættum við kannski að skylda fjölmiðla til að hafa sér deild sem tæki við beiðnum frá fólki um hvað þeir ættu ekki að fjalla um? Það yrðu ansi litlausar fréttirnar hérna ef það væru fréttaefnin sjálf sem stjórnuðu umræðunni en ekki óháðir blaðamenn.

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ef að ég myndi ákveða að stofna blað sem fjallaði ekki um neitt annað en kúk og piss þá er það réttur minn í því lýðræðisríki sem við lifum í.. Það er svo annað mál hvort það myndi eitthvað seljast.. Það sama gildir um “skítasnepilinn” DV Hvað við þetta skilur þú ekki?

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
frá því mál og ritfrelsi sem forfeður okkar börðust hatrammlega við að ná..

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Einfalt svar við þessu… ef þér líkar ekki blaðið EKKI LESA ÞAÐ

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Fáránlegur málflutningur.. viltu ekki bara afnema mál of ritfrelsi? Ef þú ert á móti DV þá slepptu því að kaupa blaðið… ef ættingarnjir vilja ekki sá þetta… þá sleppa þeir því að kaupa blaðið. Það er ekki á hverjum degi sem íslendingar er rænt og þeir myrtir… það er því stórfrétt

Re: DV Ofstæki

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Og hvað.. ef aðstandendur eins fórnarlambanna í í súðavík hefðu kvartað hefðu þá engar myndir verið sýndar þaðan. Foreldrar fólksins í flugslyinu í skerjafirði - hefðu þeir líka getað stöðvar fréttaflutning og sífelldar endursýningar frá því? Hvar viltu draga mörkin? Eiga fréttamenn kannski alltaf að fá leyfi frá viðkomandi ´fólki áður en þeir birta fréttir. væri ekki einfaldast ef við værum bara með eitt blað sem í væri ekkert nema Veðurfréttir, Sjónvarpsdagskrá, Myndir í Bíó og fréttir af...

Re: Húkkurinn stolinn og allsber kall á fótboltavelli

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þú ert eins og appelsínubörkur.. Bitur og bragðlaus

Re: fávitar !!

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Umgengni og námsskeið gera nákvmælega ekkert fyrir brenglaða líkamsstarfsemi. Þó að foreldrarnir umgnagis ofvirka barnið þannig að þeir missi ekki vitið þá hjálpar það barninu ekki neitt líkamlega. PS: Það eru ekki læknar sem selja lyf ;)

Re: fávitar !!

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Námskeiðið fyrir foreldrana gerir nákvmælega ekkert fyrir heilsu barnsins. Það gera lyfin hinsvegar.. Ef ég hefði fengið rítalín þegar ég var yngri hefði mjög margt verið betra í mínu lífi.. Ég trúði ekki kraftaverkinu sem Rítalín gerði fyrir mig 18 ára - vildi óska þess að ég hefði fengið það fy

Re: Til hamingju Ísland ~ Silvía Nótt {Mín skoðun}

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er nú reyndar algjör misskilningur hjá þér, það eru ekki margir í þessum fyrrum Austantjaldslöndum sem skilja ensku. og þau lönd eru ansi mörg. Eistland, Lettland, Litháen, Úkraína, Moldavía, Serbía, Makedónía, Albanía, Armenía, Bosnía, Búlgaría, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Rússland, Króatía Svo eru alveg lönd þarna við miðjarðarhafið þar sem alls ekkert allir tala ensku.

Re: Til hamingju Ísland ~ Silvía Nótt {Mín skoðun}

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
hljóðfærið heitir víst tromma, ekki trömma - biðst afsökuna

Re: Til hamingju Ísland ~ Silvía Nótt {Mín skoðun}

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Heldur þú að það hafi margir skilið Móldóvana sem sungu um trömmuberjandi ömmu sína í fyrra? Mig minnir nú samt að þeim hafi gengið ágætlega. Ég er alveg sammála því að það var synd og skömm að senda ekki Botnleðju á sínum tíma. Og sama hvaða skoðun þú hefur á Sylvíu Nótt þá er þetta einfaldlega langskemmtilegasta atriðið úr þessari forkeppni. Ég vil frekar horfa á Sylvíu fá ekkert stig og gera það með stæl heldur en að sjá Regínu drulla inn 11 stigum frá Noregi, Danmörku og Möltu

Re: Til hamingju Ísland ~ Silvía Nótt {Mín skoðun}

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
já.. spurning að fá Jón Leifs til að semja tónverk um undur dyrhólaeyjar og senda það út… Eurovision er “popp”laga keppni - verður bara að sætta þig við það

Re: Til hamingju Ísland ~ Silvía Nótt {Mín skoðun}

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er fjölmargir aðrir en Sylvía sem höfðu aðgang að þessu lagi, enda fullt af fólki sem kom að vinnslu þess. Þessi sem kærði átti ekkert lag í keppnnini heldur samdi hann texta fyrir 3 lög
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok