Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bann við reykingum

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég ætla ekkert að fara neitt núnar úti þetta. Það veit það hver heilvita maður að ef við ættum að fara láta einhverjar “kannski” rannsóknir stjórna lífi okkar þá getum við alveg eins farið úti þetta. GSM símar og Fiskur úr norðursjó eru ekkert nauðsynlegir hlutir, það er alveg til fólk sem á ekki gsm síma og það er til fólk sem borðar ekki fisk. Málið er bara og þú hlýtur að geta viðurkennt að það að ætla nota skaðleg áhrif óbeinna reykingar fyrir þessu banni eru langt í frá fullnægjandi...

Re: Bann við reykingum

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það eru til fjölmargar rannsóknir sem sanna hversu gífurlegt áhrif reykingar hafa á heilsu fólks og það er hægt að fullyrða að það er rétt. Hinsvegar þegar talið kemur að rannsóknum á óbeinum reykingum sem hafa verið í gangi í 20+ ár þá eru ekki ennþá til neinar haldbærar rannsóknir sem styðja það, ekki nema að svo litlu leyti að það er ekki hægt með þeim forsendum sem gefnar eru í slíkum rannsóknum að þær virkilega valdi miklum áhrifum. Mér finnst einfaldlega að með því að ætla nota þessi...

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
kynntu þér áhrif áfengisbannsins á bandarískt þjóðfélag á sínum tíma og þá sérðu hvað átt er við :)

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Nei, mér finnst bara að þegar um er að ræða efni sem búið er að rannsaka í tugi ára án þess að komast að niðurstöðu að það sé ekki nóg tilefni til að fara í jafn viðmiklar aðgerðir og þetta bann yrði, þó ekki bara nema vegna þeirrar skerðingar sem það veldur á atvinnufrelsi. Bottom line, mér finnst þetta of mikið fyrir of lítið :) Það eru til aðrar leiði

Re: Bann við reykingum

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
1. Í þessari efstu fæst engin niðurstaða og tekið fram að frekari rannsókna sé þörf, þar er viðmiðunarhópurinn líka fólk sem hefur í 20 ár búið með maka sem reykti, það er ekki samanburðarhæft við þau áhrif sem þú verður fyrir af því að fara nokkrum sinnum í mánuði út að borða á stað þar sem þú verður fyrir reyk sem berst frá reyksvæði yfir á reyklaust svæði. 2. ég fann ekkert þar sem tengdist þessu, getur sent nánari link 3. Þessa ætla ég svo sannarlega að kynna mér nánar, en mér finnst...

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
EF við miðum við að þú farir á veitingastað einusinni í viku og sitjir þar í klukkutíma, þú situr á reyklausu svæði (sem er á öllum veitingastöðum) þetta miðast við að þú hafir ekki valið eitt af þeim fjölmörgu reyklausu veitingastöðum sem til eru. 10-15 metra í burtu situr maður sem er að reykja, hann er þar að auki á lotræstu svæði sem er skylda að hafa á stöðum sem leyfa reykingar. Hefur sá maður skaðleg áhrif á þig og eykur líkurnar á því að þú fáir krabbamein, er það ekki svipað og að...

Re: Bann við reykingum

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég væri hlynntur banni sem gerði lögvaldinu fært að lögsækja fólk sem reykti mikið ofan í börnin sín þar sem þau hafa ekkert val og þetta er neytt ofaní þau. En fullorðið fólk hefur fult vald til þess að ákveða hvað það gerir og hvert það fer og ég ætla að enurtaka einusinni enn að það er enginn neyddur til að vera innan um sígaretturreyk nokkurstaðar á landinu

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég þoli heldur ekki tónlistina sem er spiluð á 70% skemmtistaða í bænum, það þýðir ekki að ég heimti að henni verði breytt. ég fílaði einusinni Haddaway :)

Re: Bann við reykingum

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já, það eru t.d. stórhættuleg efni í hárspreyi og þú þarft nú ekki að hafa aflitað hárið á þér oft til að gera þér grein fyrir því hverslags efni þar er á ferðinni. Mörgum sinnum verri!? Hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Eru þessi efni að valda sömu eða sambærilega alvarlegum sjúkdómum og óbeinar reykingar, s.s. hjartasjúkdómum og krabbameini? Það er ekki til ein rannsókn sem styður það að óbeinar reykingar valdi krabbameini eða hjartasjúkdómum

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég ætla nú ekki að fara standa í einhverju rifrildi um þetta, það er engin ein ástæða fyrir því að fólk fær unglingabólur, þetta er samspil hormóna og ytri áhrifa. http://www.acne-resource.org/acne-articles/coke-myth.html Hérna er t.d. áhugverð grein um áhrif sem Coke hefur og hefur ekki á unglingabólur, á þessari síðu finniru líka fjölmargar aðrar rannsóknir sem hafa farið fram um unglingabólur. Það er allavega ljóst að kenning þín um að það sé almenn rökhugsun að súkkulaði valdi...

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
þegar talað er um að 27 % þjóðarinnar reyki þá er talað um fólk yfir 18 ára, hversu margir af þessum 73% sem reykja ekki helduru að sé gamalt fólk og fjölskyldufólk sem stundar ekki þessa staði nema örsjaldan? Það er ekki að ástæðulausu sem eigendur staðanna eru hræddir við þetta því þeir vita betur en nokkur annar hver munurinn er á nýtingu sæta í reyk og reyklausu. Sjálfur vann ég á veitingastað sem var með reyklaust svæði á annari hæð en reyksvæði en samt var alltaf meira að gera á...

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er alltaf eftirspurn eftir fólki í þessi störf og það er ekkert mál fyrir fólk að fá vinnu við annað, það er enginn neyddur til að vinna á svona stöðum og fólk með starfsreynslu í þessum bransa þarf yfirleitt ekki meira en sólarhring til að finna sér nýja vinnu. Þetta vandamál má svo líka leysa eins og eigandi Priksins lagði til, láta fólkið bara vinna með öndunargrímur - myndi það ekki bara leysa málið?

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
í hvaða heimi lifir þú eiginlega? :)

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Á landinu eru fjölmargir veitingastaðir sem eru alveg reyklausir og hinir eru skyldaðir til að hafa 51% borða reyklaus, þessi röksemdarfærlsa er oðrinn ansi þreytt og er ekki tímans virði sem það tekur að skrifa hana

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
í sumum ríkjum afríku er það í lagi að umskera stúlkubörn, þýðir það þá að það sé í lagi - þessi röksemdarflutningur er bara fáránlegur. Auðvitað er hægt að setja lög um allan andskotann og þú verður þá að taka því, það þýðir samt engann veginn að lögin séu sanngjörn… Fólk hefur í gegnum tíðina borist með blóðum og tárum gegn lögum sem voru fólki skaðleg, ósanngjörn eða mismunuðum fólki, ertu að segja að slík bárátta hafi ekki rétt á sér þar sem að lögin séu á einhvern hátt heilög. Málið er...

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hann dó úr lungakrabba….. ekki helduru í alvöru að það sé bara hægt að fá lungnakrabbamein vegna reykinga?

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þú ert náttúrulega langt í frá að anda að þér sama reyknum, því mest af drulluni og viðbjóðnum verður eftir í þeim sem reykir. Til þess að sannreyna þetta skaltu fá þér smók af sígarettu og láta svo einhvern annan sem er nýbúinn að fá sér smók anda beint uppí þig, treystu mér þú finnur muninn… Þegar við þetta bætist að á öllum veitingastöðum er það skylda að minnsta kosti 51% borða eru reyklaus óg í vel loftræsu umhverfi þá er það í besta falli kjánlegt og i versta falli helber heimska að þú...

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Nei en það eru til rannsóknir sem sanna að mikil sykurneysla getur verið óholl fyrir húðina, og eins og allir vita þá er sykur í súkkulaði ;)

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
þetta átti að sjálfsögðu að vera lugnakrabbi :)

Re: Nýju tóbakslögin

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Á öldum áður þegar menn héldu því fram að jörðin væru flöt og væri í miðju alheimsins þá komu fram menn sem héldu því fram að hún væri ekki bara kringlótt, heldur snerist hún um sjálfa sig. Svarið sem þeir fengu var einmitt eitthvað á þessa leið “það segir sig sjálft að þetta getur ekki staðist, samkvæmt allri rökhugsun myndi það þýða að ef ég mynd stökkva upp í loftið þá myndi ég lenda einhversstaðar annarsstaðar” Þannig að almenn rökhugsun segir nákvæmlega ekki neitt. Það er enginn...

Re: Heimur síversnandi fer

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já, það er rétt, þetta var útúrsnúningur sem þjónaði nákvæmlega engum tilgangi öðrum en að pirra þig :) Semsagt, tilgangslaus leiðindi

Re: Heimur síversnandi fer

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
bíddu, þýðir það að þú sért allt i einu búinn að skipta um skoðun og finnst Skuggi vera slæmur :) Þú mátt halda það sem þér finnst, ég hef alla tíð verið að á móti því þegar skoðanakannanir eru notaðar sem einhver mælikvarði á það hvort hlutir eru réttir eða rangir, ekki bara í þessu efni heldur í mörgum öðrum….

Re: Heimur síversnandi fer

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Nei, mitt mat á því hversu heimskulegt það er að nota það sem rök að fullt af fólki “haldi” að eitthvað muni gerast. Það þó að einhver ákveðinn % af fólki haldi eitthvað þá þýðir það ekki að það muni gerast.

Re: Heimur síversnandi fer

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
sem er í sjálfu sér ekkert leiðinlegt ef maður kom í þeim tilgangi að rífast. Getur verið að þetta sé ástæðan fyrir því að mér ásamt mörgum öðrum finnst hann leiðinlegur. Ég er ekki pólitíkus og starfsframi minn veltur ekki á því hversu fimlega mér tekst að forðast erfiðar spurningar… Þetta er bara kjánalegt og gerir lítið úr honum og þá þér líka ef þú notar sömu taktík

Re: Heimur síversnandi fer

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef ég spyr þig spurningar og þú snýrð útúr spurningunni og svarar í staðinn spurningu sem þú býrð til sjálfur, hvernig þjónar það mikilvægu hlutverki í því að svara spurningunni minni? það er rétt hjá þér að útúrsnúningur er mikilvægt verkfæri í rökræðum, það skemmtilega er að menn nýta sér það yfirleitt ekki fyrr en þeir eru sjálfir komnir þrot með sín rök - á meðan menn hafa eitthvað til málanna að leggja og get staðið við sína meiningu þá er engin þörf á útúrsnúningum. Ég óska þér því til...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok