Myndlist nefnast þær fjölmörgu og fjölbreyttu listgreinar sem byggja fyrst og fremst á sjónrænni upplifun áhorfanda. Hefðbundnar tegundir myndlistar eru málaralist, teikning, prentlist og höggmyndalist. Nýjar listgreinar eins og klippimyndir, innsetningar, gjörningalist og vídeólist eru flokkaðar sem myndlist og veggjakrot er stundum talið til myndlistar. Líka má tala um kvikmyndagerð eða ljósmyndun sem myndlist.