Þessi þjóðsaga er tekin úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: Einu sinni voru hjón á bæ mjög aðsjál og urðu þó að halda vinnufólk nokkurt. Þeim blæddi í augum hversu mikið fólkið borðaði og þó helst bóndanum, einkum um miðjan daginn, enda var bóndinn vanur að taka til fisk handa því til miðdegisverðar. En málamatinn skammtaði konan og fékkst minna um hann en bóndi um fiskætið, enda er það sumra manna sögn að hún væri vinnufólkinu hliðhollari en bóndi hennar. Til þess að losa sig við þá hörmung að...