Þessi saga er tekin úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: Einu sinni fór maður sunnan af Suðurnesjum norður í land í kaupavinnu. Hann fékk ákaflega mikla þoku, þegar hann kom norður á heiðarnar, svo hann villtist. Gjörði þá hret og kulda. Lagðist nú maðurinn fyrir og tjaldaði þar, sem hann var kominn. Tekur hann síðan upp nesti sitt og fer að borða. En á meðan hann er að því, kemur inn rakki mórauður í tjaldið og er mjög hrakinn og sultarlegur. Sunnlendingurinn undraðist, að þar skyldi koma til hans...