Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sverðatvistur (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta er spil merkir jafnvægi milli góðs og ills. Þó mun vera erfitt að ná þessu jafnvægi og margar fórnir þurfa að gerast til að fullkomnun jafnvægisins náist. Aðstoð vina í mótlæti. Andlegt jafnvægi sem mun þó erfitt að ná. Einnig merkir spilið að gott getur hlotist af illu. Þegar nálægt spil hafa neikvæða merkingu getur þetta spil merkt óvákveðni og í versta falli dugleysi.

Er Fréttablaðið traustur fjölmiðill? (0 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum

Sverðaás (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Sverðaásinn er tákn styrkleika í mótlæti og erfiðleikum. Sverðið sem sést á myndinni er sverð Damoklesar, en það er tákn guðdómlegs réttlætis. Spilið sýnir fram á réttmæt laun eða upphaf óhjákvæmilegra taburða sem munu breyta mjög miklu í lífi spyrjanda. Einnig er þetta spil tákn mikils styrkleika (skiptir þá engu hvort það er notað til góðs eða ills). Ást. Hatur. Þetta er spil sigurvegarans, og skiptir þá engu hvernig sigurinn fékkst.

Sverðagosi (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta spil er spil innri baráttu og afleiðingu óréttlætis í fortíðnni, oftast þá frá barnæsku. Þetta spil getur táknað vin sem hefur svikið þig, kunningja sem hefur farið á bak við þig og jafnvel fjöldskyldumeðlim sem ekki hefur komið alveg hreint fram. Einnig getur þetta spil táknað góð viðskiptaboð og endurskoðun áætlanna

Ýsa var það, heillin - gamansaga (3 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Einu sinni mættust tvær kerlingar á ferð. Þær áttu heima langt hvor frá annarri, svo þær þurftu nú svo sem að setjast niður og segja hvor annarri tíðindi úr sinni sveit. Þær sáu, að þær gátu slegið tvær flugur í einu höggi, svo þær tóku upp hjá sér sjálfskeiðinga og mat og fóru að fá sér bita. Þeim bar nú margt á góma, og meðal annars segir önnur kerlingin, að það hafi nýlega rekið fjarskalega fágætan fisk í sinni sveit. Hin spyr, hvaða fiskur það hafi verið, en það man hún ómögulega. Þá fer...

Stundar þú Jaðarsport? (0 álit)

í Jaðarsport fyrir 21 árum, 8 mánuðum

Sverðariddari (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ung manneskja, dökk yfirlitum sem hefur mikinn skapofsa. Þessi einstaklingur kemur oftast inn í líf einstaklingsins og skemmir eitthvað. Einnig táknar spilið hviklynda manneskju sem nýtur sín best þegar erfiðleikar steðja að, eða styrk í vörn. Þessi manneskja er góður hermaður og gefst ekki upp. Spilið getur líka táknað yfirvofandi erfiðleika og jafnvel slæ m veikindi sem þyrfti kannski að meðhöndla með skurðaðgerð.

Sverðadrottning (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Valdamikil kona sem er sjálfstæð og sterk. Þetta spil er einnig spil ekkjunnar sem rólega en staðfastlega tekur á málum í kring um sig. Þessi kona er þinn besti vinur en þinn versti óvinur (muna að hafa hana réttu megin!). Sorg og einmanaleiki fylgir einnig þessu spili. Einnig merkir þetta spil andlega togstreitu í kjölfar eriðleika.

Bara tilraun (5 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bara tilraun, því eitthvað virðist vera að greinakerfinu

Sverðakóngur (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sverðin eru tákn Andlegrar baráttu, samkeppni, stíðs, erjur og í versta falli, einmanaleika. SVERÐAKÓNGUR Háskólamenntaður einstaklingur, oft dökkhærður og með sterka siðferðiskennd. Manneskjan væri best falið að vera lögfræðingur eða dómari, því báðum störfunum réttlætiskennd. Brautryðjandi á einhverju sviði. Einnig er þetta spil tákn um stríð, her og stríðsrekstur.

Áfram Ísland! (7 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ritstíflan hefur ekki verið skammvinn hjá mér að þessu sinni en þó náði ég að bögla nokkrar setningar niður í eitt ljóð: Foringi vor, í blindni fylgjum við þér eins og sauðir fylgja fjárhirði sínum. Davíð minn, leyf mér að vera í hjörð þinni opnaðu augu mín og vísaðu mér að sannleikanum. Frelsaðu mig, eins og margan manninn og leið mig á rétta braut. Áfram Ísland!

Mynttía (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta spil er spil fjölskyldu og heimilis. Sala eða sala á eignum. Fastmótuð lífsviðhorf sem mjög erfitt er að breyta. Einnig merkir þetta spil íhaldssemi og jafnvel öfga í þessum málum.

Þjófur er hann Dalamann - gamansaga (2 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Einu sinni kom drengur vestan úr Dölum í Skálholt á laugardaginn fyrir páska og bað að lofa sér að vera þar fram yfir hátíðina, og var honum heitið því. Það orð hafði leikið á um þennan dreng þennan, að hann væri ekki vandaðir til handanna og væri jafnvel sauðaþjófur: þó fór það ekki í hámælum, og aldrei hafði hann orðið uppvís að stuldi. Þetta vissu skólapiltar þeir, er voru úr sama byggðarlagi og hann, og ásettu þeir sér að gera honum einhverjar glettur eða kinnroða ef verða mætti. Þega...

Myntnía (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Verðleg laun fyrir dugnað og atorkusemi. Fjármálin eru að komast í lag. Velmegun. Viðurkenning. Þægindi. Einnig getur spilið merkt þægilega lausn á erfiðum vanda.

Hefur þú lesið Grimmsævintýrin? (0 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 8 mánuðum

Á að telja Dulspeki með sem vísindagrein? (0 álit)

í Vísindi fyrir 21 árum, 8 mánuðum

Vilt þú koma Saddam Hussein frá völdum? (0 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum

Myntátta (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er hæfileikaspilið og hefur alltaf í för með sér einhvern ávinning. Kraftur. Hæfileikaríkur einstaklingur. Væntanlegt tilboð um starf á nýju sviði. Nýbreytni. Ríkuleg laun fyrir vel unnin störf. Einnig getur þetta spil merkt að nú sé rétti tíminn til að fara að mennta sig.

Mývatnsskotta - einn þekktasti draugur Íslendinga (2 álit)

í Bókmenntir og listir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Einhver nafnkenndastur draugur á Íslandi hélt sig á Norðurlandi og var kenndur við Mývatn og kallaður Mývatnsskotta. Frá uppruna hennar er svo sagt, að galdramaður nokkur hafi eitt sinn búið á Grímsstöðum við Mývatn og hafi hann átt illt útistandandi við mann einn yfir Köldkinn. Á laugardaginn fyrir páska eða hvítasunnu kom flökkustúlka að Grímsstöðum. Bóndi tók vel við henni og fylgdi henni í eldhús; kona hans var þá að færa hangiket upp í trog. Bóndi þrífur langlegg úr troginu, réttir að...

Myntsjöa (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Gjöf eða óvæntur auður. Seinagangur. Viðvörun um að nauðsynlegt sé að vinna stöðugt að því sem á upphaf sitt í fortíðinni til þess að árangur náist. Þetta spil bendir lánsfjár og gróða, en þú með nokkurri seinkun. Einnig getur þetta spil táknað mögulegan maka Atburðir sem áttu sér stað í fortíðinni bera ávöxt á ný.

Myntsexa (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta spil er skemmtanaspil stokksins. Það merkir aðstoð æðri máttarvalda eða hjálp góðrar manneskju. Réttmæt laun erfiðis. Fjárhagslegt öryggi. Einnig merkir spilið góðmennskju og meðaumkun. Ef Réttlæti er við hliðina á þessu spili merkir það málaferli. Snúi Réttlæti öfugt merkir það ósigur en snúi það rétt merkir það sigur. En hvernig sem það snýr mun það samt merka að niðurstaðan muni leiða leiða og drunga með sé

Myntfimma (0 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta spil sýnir átök milli huga og hjarta. Ef skynsemin lýtur vilja hjartans leiðir það til sorgar. Kulnuð ást. Þvingun og andlegur einmanaleiki. Einnig merkir þetta spil að spyrjandinn finnist hann einskil nýtur og er einmana. Þegar neikvæð spil eru í kring merkir þetta mikið þunglyndi og sorg. Einnig öryggisleysi

Lestu pistlasafnið "að skrifa"? (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum

Stelluverðlaunin (14 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er komið að því aftur að íhuga hverjir eigi að fá hin árlegu Stelluverðlaun. Stellu verðlaunin eru nefnd eftir hinni 81 árs gömlu Stellu sem hellti kaffi yfir sig og náði að lögsækja McDonald's. Þetta atvik varð til þess að Stella verðlaunin voru sett á legg, fyrir fáránlegustu lögsóknir í Bandaríkjunum. Hér er það sem kemur til greina í ár: 1. Kathleen Robertson í Austin, Texas, fékk $780,000 fyrir að hafa ökklabrotnað. Hún féll um 1 árs krakka sem var á hlaupum í húsgagnaverslun....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok