Hver sem þú ert, hvert sem þú ferð og sama hvað þér leiðist, þá getur þú alltaf verið viss um að hugur þinn fylgir þér við hvert fótmál. Þegar þú komur loks heim eftir erfiðan dag, hraðar þér inn í herbergið þitt, leggst niður og færð loks þína langþráðu hvíld, þá fyrst fer hugurinn af stað. Þá er eins og þú standir fyrir framan sannleikann. Sannleikurinn brosir kumpánalega til þín, opnar fyrir þér dyrnar að innstu fylgsnum hugans og bíður þér inn. Þar inni sérðu þig án grímunnar,...