Mig langaði bara að athuga viðbrögð fólks við vaxandi hækkunum á mat, fötum, húsnæði og svo framvegis. Vinkona mín er í sambúð með manni sem er atvinnulaus. Sjálf vinnur hún 100% vinnu og fær í mánaðarlaun 70.000 kr eftir skatta. Leigan á íbúðinni er 55.000, sem er mjög lág fyrir 3 herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hennar fær c.a. 50.000 kr. á mánuði. Eftir að hafa borgað leigu, síma, hita og rafmagn eiga þau c.a. 45.000 kr. Bæði nota þau strætó þannig að þar dregst af 8.000 kr....