Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sönn Ást (10 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þú ert ljósið í lífi mínu Auðmjúkur fel ég þér framtíð mína því ég veit að þú munt gæta mín eins og þú sórst mér forðum daga. Ég lofsama tilvist þína og samdi óð um þig: Ó, þú lífsæðin mín Ó, þú frelsari minn Þú ert bjargvætturinn Sjálfstæðisflokkurinn!

Á ég að senda brot úr minni dagbók hingað? (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég vildi endilega fá álit ykkar á því varðandi hvort fólk vildi sjá það sem ég skrifaði í minni dagbók. Hún er öðruvísi en hjá Solufegri og sýnir hvernig æska mín var í raun og veru. Spurningin er: Mynduð þið vilja lesa hana. Sjálf er ég ekki feimin við að segja frá fortíð minni, því allir hafa sinn böggul að bera og minn kemur fram í dagbókinni. Með von um góð viðbrögð, Heiða Hrönn

Er hægt að túlka mannkynssöguna sem staðreyndir? (0 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Þeir kraftar sem búa í sjálfum manni (52 álit)

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég ákvað að skrifa þessa grein vegna þess hve margir nota kerti og margt annað til hjálpar við látið fólk og annað yfirnáttúrulegt, að kannski að huga að því hversu mikla orku við sjálf höfum í okkur. Auðvitað hafa allir mismikla orku í sér en spurningin er hvort ekki sé hægt að virkja hana til að geta notað við ýmsar aðstæður. Nefni ég hugleiðslu sem gefur mikla hjálp. Sjálf hef ég alltaf verið með mikið af orku í mér. Eins og þegar ég reiðist þá get ég eyðilagt hluti án þess að snerta þá,...

Færðu stundum ritstíflu? (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Nýr Stjórnandi (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Komið þið öll blessuð og sæl. Ég hef fengið þann heiður að vera valin til þess að stjórna hér ásamn Lynx. Enn sem komið er, þá kann ég ekki mikið í HTML en þetta kemur allt ;o) þannig að endilega sýna smá þolinmæði, þetta kemur allt saman á endanum Kveðja, Abigel

Þegar látnir vitja manns (13 álit)

í Dulspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þetta byrjaði fyrst þegar ég var 9 ára. Ég var búin að vera veik lengi með lungnabólgu og heilsan flakkaði svona upp og niður. En loks fannst mér ég vera alveg nógu frísk og dreif mig í skólann. Tveimur nóttum síðar var blindbilur úti og ég var uppi í rúmi að reyna að sofna þegar allt í einu lýsist upp herbergið og ég sé svartklæddan mann standa við rúmgaflinn horfandi beint í augun á mér. Hann hélt hendinni út og gerði krossmark yfir mér og sagði. \“Þú verður að fara varlega\”. Eins og geta...

Bíllinn (4 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég ek virðulega á veginum og passa að bílstjórinn komist aldrei yfir 90 km hraða á klukkustund, því maður verður að fara varlega á götum úti. Því miður hafa eigendur mínir aldrei skilið þetta rétta sjónarhorn, því þeir reyna að þjösnast fastar á bensíngjöfinni til að auka hraðann. En ég er eldri og vitrari og leyfi þeim sko alls ekki að stofna mér í hættu með fíflaskap þeirra. En mannfólkið er svo vitlaust að sjá ekki að ég er að passa þá í umferðinni, að það lætur mig ganga kaupum og sölum....

Ljósmynd (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Brúðurin brosandi brúðguminn hikandi móðirin klökknandi faðirinn hugsandi gestirnir masandi hljósmveitin spilandi smábörnin hlægjandi hamingjan stígandi. Minningar streymandi.

Aðalfundur Stefnis - mánudagurinn 26. ágúst 2002 (6 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Aðalfundur Stefnis lauk laugardaginn 24.ágúst eftir venjuleg aðalfundarstörf. Ragnhildur Guðmundsdóttir fráfarandi formaður setti fundinn og gaf Valgerði Sigurðardóttur bæjarfulltrúa orðið en hún var fundarstjóri. Fundurinn gekk fljótt fyrir sig og lauk eftir tæpa klukkustund og var það Ragnar Sigurðsson nýkjörinn formaður Stefnis sem sleit honum. Auk Ragnars voru kjörnir í stjórn: Sigurður Freyr Árnason Pétur Pétursson Heiða Hrönn Sigmundsdóttir Stefán Þór Stefánsson Ingi Björn Ásgeirsson...

Ástæða þess að mennirnir stunda svona mikið kynlíf (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Kínverjar komu með þessa ástæðu afhverju mannfólk stundi kynlíf endalaust: Einu sinni þegar hinn mikli guð safnaði saman öllum dýrunum í heiminum sagði hann þeim að hann ætlaði að segja þeim þau ættu að tímgast og eignast afkvæmi. Hann útskýrði fyrir fuglunum frjóvgunarstigið og þau ættu að byggja hreiður fyrir ungana. Svona hélt þetta lengi áfram þangað til kom að hestinum. Hin mikli guð sagði við hann að frjóvgast á vorin og eiga á sumrin. Við það var hesturinn svo glaður að hann sparkaði...

Ertu heimspekingur? (0 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Vinna heimilislæknar fyrir launum sínum? (0 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Eru til nornir? (0 álit)

í Dulspeki fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Er satt sem er sagt: Stór bíll - lítið typpi? (0 álit)

í Jeppar fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Mun R. Schumacher taka við af bróður sínum? (0 álit)

í Formúla 1 fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Flýgur þú oft á ári? (0 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Á að hækka bílprófsaldurinn upp í 18 ára? (0 álit)

í Mótorsport fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Er fátækt á Íslandi? (0 álit)

í Fjármál og viðskipti fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Frá barni til móður (8 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Út um skjáinn glampa ljósin og lýsa mér leiðina móðir. Í herberginu þínu situr fjöldskylda þín fjöldskyldan sem ég aldrei sá. Börnin leika saman leiki leiki, sem ég aldrei lék. Mamma syngur það yngsta í svefn söng, sem ég aldrei heyrði. Barnið sofnar við vanga þinn vanga, sem ég aldrei snerti. Í köldum gustinum hími ég barnið, sem þú aldrei vildir.

Draumur Veruleikans (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Grein þín hljóðaði svo: Jæja hérna kemur enn eitt söguljóðið, og þetta hefur verið að flækjast í langan tíma fyrir mér, komið nú með ykkar álit! Kveðja, Abigel Ég geng í hvítum snjónum Himinn og jörð mætast, klæða mig í hvítu sparifötin og mynda órjúfanlega heild í kringum mig. Birta þeirra sker mig í augun. Ég dáist að fötum þeirra langar að eiga samskonar Ég tek snjóinn og býr úr honum kjól. Síðan svíf ég upp til skýjanna. Þar koma englarnir og leika við mig, og er ég á endanum þreytist...

Þegar þú fórst (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Brotið glas tár á hvörmum skellur í hurð. Hann er farinn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok