Þessi þjóðsaga er í miklu uppáhaldi hjá mér. Jón hét maður og var kallaður Húsavíkur–Jón; ekki er getið um ætt hans né uppruna né hvar hann átti heima. Jón þessi var hið mesta illmenni og orðhákur, svaðalegur og ráðríkur fram úr hófi, og hélst ekkert fyrir honum. Þegar hann var orðinn gamall, dó hann, eins og lög gera ráð fyrir, og jafnskjótt sem hann er kominnn yfir um, arkar hann af stað áleiðis til himnaríkis; hann kom þangað að kvöldi dags og barði að dyrum. Sankti Pétur kom þegar til...