Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ADD
ADD Notandi frá fornöld 38 stig

Re: Skattar á Íslandi

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eignarskattur er ekki bara greiddur af íbúðarhúsnæði heldur af eigum. Þannig greiðirðu eignarskatt ef þú átt 100 milljón króna fyrirtæki -er eitthvað óeðlilegt við það? En hitt er rétt að eignarskattur á íbúðarhúsnæði (af eðlilegri stærð) er ekki réttlátur þar sem að hann fellur þyngst á fólk sem komið er af vinnumarkaði og hefur oft ekki lífeyrisgreiðslur til að standa undir honum.

Re: PHP vs ASP

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 3 mánuðum
bjorn: Af hverju reynirðu að sleppa við klasa? Er það út af hraða? Reynirðu þetta í allri forritun eða bara vefforitun? Hefurðu prófað þetta í mjög stórum kerfum? Finnst þér mál að búa til klasa? Ég hef bara aldrei rekist á neinn svona fyrr og er einfaldlega forvitin.

Re: plága

í Bækur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Konan sem að veit þetta heitir Auður Haralds og vinnur í Eymundsson niðri í bæ í erlendudeildinni. Hún er plágusérfræðingur!!

Re: eggið eða hænan?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Stökkbreytingar hafa mest áhrif á þroskaskeiði. Þannig getur getur hæna orðið til úr fóstri (t.d. í eggi). Þegar þú ert hins vegar komin með fullþroskaðan eistakling þá getur hann ekki orðið allt í einu að hænu. Sem sagt þú verður aldrei að hænu. Sú stökkbreyting sem gerði hænuna að hænu átti sér stað í okfrumu forföðurs hænunar og í egginu myndaðist hænufóstur. Eggið var fyrst. Þeir sem halda öðru fram eru að halda því fram að þeir geti breyst í hænu.

Re: Strætó

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sem góður viðskiptavinur strætó vil bara minna á að græna kortið lækkaði og að þeir tóku upp hálfs mánaðarkort. Ef þú ferð 17 ferðir á mánuði þá borgar sig að kaupa græna kortið. Auk þess vil ég taka fram að sumum starfsmönnum Strætó er ekki viðbjargandi - sama þótt maður brosi og sé almennilegur þá urra þeir á móti. Ætli maður sé ekki að trufla þá við að keyra niður gamlar konur? En síðan finnst gott fólk innan um. Ég er ekki viss um að þetta sé launatengt. Nú eru starfsmenn Sorpu...

Re: Áhrif ofbeldis í sjónvarpi og tölvuleikjum á börn!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Rannsóknir að þeir sem verða fyrir áhrifum af tölvuleikjum og sjónvarpi í þá veru að það hafi áhrifi á ofbeldishneigð þeirra eru flestir truflaðir fyrir. Það er því möguleiki að þessir einstaklingar hefðu bara leitað annað að fyrirmyndum t.d. í bækur. Hins vegar getur sjónvarp og tölvuleikir hrætt börn. Þess vegna eru sumar myndir og tölvuleikir bannaðar börnum. Það þarf ætíð að fylgjast með því hvað börn eru að horfa á í sjónvarpi svo það sé hægt að útskýra það fyrir þeim. Ég lenti í því að...

Re: XP (extreme-programming)

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvernig vinnustað ertu á? Stórum, litlum? Og hversu stór eru verkefnin? Ég sá að þú getur teiknað auk þess að forrita. Öfund - öfund - öfund! :)

Re: Hjálp ! !! ! !

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Fyrirgefðu hvað ég svara seint. Nú segja sérfræðingar að börn geta ekki leikið við önnur börn fyrr en upp úr 2 ára aldri. Nú hef ég ekki séð son þinn leika sér við/með öðrum börnum en mér datt svolítið í hug. Ef hann er mjög félagslyndur þá gæti verið að hann sé að eiga mikil félagsleg samskipti þegar hann leikur við/með öðrum börnum. Þannig tengir hann leikföng við félagsskap. Svo þegar hann er einn þá kann hann ekki að dunda að sér. Hefurðu prófað að setjast við hliðina á honum og leik þér...

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta þekki ég ágætlega. Ég lenti í þvílíkum málum af því að ég vildi ekki gefa upp nafn barnsföðurs míns. Hann vissi alveg af barninu en ég vildi ekki vera gefa upp nafn hans fyrr en hann væri reiðbúinn - auk þess sem ég var að kanna leiðir til þess að hann þyrfti ekki að greiða meðlag. Ég var ásökuð um að vilja ekki að barnið umgengist föður sinn og barnið átti rétt á þessum peningum - það að ég var í þann mund að fá a.m.k. 3 sinnum hærri tekjur en hann kom málinu ekki við. Hjúkkan sem kom...

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hvað ertu líka að eiga barn svona ung? Tíhí!! Ég var farin að halda þú værir 17 ára með 4 ára strák. Þá myndi ég nú skilja viðhorfið Já, það er merkilega mikill menningarmunur milli skildra landa. Ég bjó í Bretlandi á sínum tíma. Þeir berja börnin í stórmörkuðunum og þeim hefði þótt þú stórskrítin að hóta barninu a.m.k. ekki líkamsmeiðingum. Þannig er nú barnauppeldið mismunandi milli landi. Ekki gefast upp! Stattu hörð á þínu! Annars voru seinustu fréttir úr Danaveldi sem bárust hingað þær...

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þessar athugasemdir geta átt sér margar orsakir - menningarmun, það að þeim finnist þið vera of ung, fordómar, og síðan gætirðu náttúrlega verið slæm móðir (bara að grínast!). Það er ekki auðvelt að vera stórfjölskyldulaus og með barn í útlöndum. Það vantar ákveðin stuðning. Annars er líklegasta orsökin fyrir þessu að þeim finnist þið ekki aðlagast nóg - ekki vera nógu góðir danir og ekki ætla að ala barnið upp í góðum dönskum siðum heldur í íslenskri villimennsku. Ertu búin að útskýra fyrir...

Re: Hjálp ! !! ! !

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Núna týnist ég smá. Hvað átt þú við þegar þú segir leikur sér með öðrum börnum? Við hliðina á? Við önnur börn? Dundar hann frekar þegar önnur önnur börn eru nálægt?

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sammála Ylfu. Ekki fara að tala dönsku við hann. Það ruglar barnið endanlega. Auk þess sem sérfræðingar hér á landi tala um að þau tvítyngdu sem standa verst hér á landi er þau þar sem foreldrarnir eru að reyna að tala íslensku heima við.

Re: Tvítyngdur sonur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég hef heyrt að tvítyngi hægi á tali hjá ungum börnum. Annars er svo mismunandi hvenær þau byrja að tala. Vinur minn byrjaði ekki að mynda setningar fyrr um 3 ára og hann er eðlilegur (tja, vitmunalega a.m.k.). Annars lætur leikskólinn þig vita ef þeim finnst þetta óeðlilegt - fyrst það er gert hér heima þá er það örugglega gert í Danmörku.

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Prófaðu að vinna á sumrin í golf-sessioninu! Það er ekki kjaftur við! Argh! Ég var að vinna í tveimur verkefnum - annað þurfti að hvíla svo ég gæti komið fersk að því aftur (fann svo lausnin rétt áður en ég hætti að vinna)og reyndi þá að vinna hitt en hafði ekki aðgang að því sem þurfti og enginn við sem ég gat leitað til. Ég nýtti tímann m.a. í það lesa um XP. Ég var ekki þreytt á þér - heldur þeim fjölmörg nemendum HÍ sem eru að gera sig stóra með því að gera lítið úr öðrum - yfirleitt...

Re: Áhrif Eddunnar á skrif Tolkiens

í Tolkien fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já Tolkien var vel lesinn. En mig langar til að bæta við öðrum ritum sem hann þekkti og nýtti. Kalevala (finnskt kvæðasafn). Er ekki eitthvað af tunumál sem hann bjó til sem var líkt finnsku? Beowolf eða Bjólfskviða. Engilsaxneskt kvæði um skrímsladráp. Keltneskar sagnir nýtti hann líka. Ég man aðeins heiti á einu sagnasafni Mabinogion sem er velskt.

Re: Hjálp ! !! ! !

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Æi, ég man eftir þessu tímabili. Þá skilur maður hvað það er dásamlegt að geta kúkað í friði. Strákurinn minn byrjaði ekki að leika sér einn fyrr um 2 ára. Þetta er víst mjög mismunandi eftir börnum. Sum virðast baa dundað sér mjög ung. Fyrir öðrum þarf bara mikið meira að hafa. Þau vilja sjá eitthvað nýtt og spennandi. Ég myndi sem sagt gefast upp á því að reyna að kenna honum að leika sér einum. Ef hann lærir þetta þá lærir hann það hjá dagmömmunni af því að horfa hin börnin leika sér ein....

Re: Verklag íslenskra hugbúnaðarhúsa

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég held þú farir með alveg hárrétt mál. Ég veit heldur ekki af öðru fyrirtæki en EJS sem er allt vottað. En VKS fékk nú Íslensku gæðaverðlaunin 1999 en allt þjónustuferli VKS er vottað. Það kannski skiptir mann sem forritara ekki miklu máli hvort fjárhagsbókhald fyrirtækisins sem maður vinnur hjá er vottað - en öllu máli hvort forritun, greining, hönnun og afhending sé vottuð. En gæti skipt viðskiptamennina öllu máli. Annars sagði mér sérfræðingur í gæðstjórnun að ISO sé að komast úr tísku....

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er nú 13 ár síðan ég lauk prófi frá HÍ - haustið 1988. Ástæðan fyrir því að ég útskrifaðist um haustið var ekki sú að mér seinkaði í námi heldur kláraði ég á undan. Síðan vann ég nú þar á rannsóknastofu í 1 ár (þar var fólk sem vann líka sem stundakennarar og hafði þar með rannsóknarskyldu ;) Síðan kíkti ég nú í tvær deildir í HÍ eftir námið en kunni ekki við mig þar. Minnimáttarkennd? Nei. Þreyta gagnvart fordómum? Já. Þessi útskýring hjálpar mér aðeins. Ég held að go to apeshit þýði...

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæri steam, ég hef gaman að því að lesa góðar greinar um forritun og það sem því tengist. Hér var t.d. setur inn góður linkur á XP-forritun nýlega. Ég hef líka gaman ef ég get hjálpað einhverjum. Það hafa stundum læðst inn einhverjir sem spyrja um VB-forritun og þar sem að þeir fá venjulega þau svör frá fólki hér að þeir séu fávitar og asnar að forrita í VB þá reyni ég að hjálpa ef ég get. Það sem er sorglegt hér er að hér stanslaust verið að eyða plássi í það að segja ‘forritarar frá HÍR...

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þýðir eipa ‘æpa’ eða er þetta nýtt slang. Ég spyr fyllstu alvöru - enda komin af unglingsárum en þykir gaman að fylgjast með þróun tungumálsins.

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
LOL! Nú svaraðirðu spurningu minni! Ekki sömu skoðanir? Ég næ þessu ekki. Sömu skoðanir á kurteisi? Fólk þarf svo sem ekki að vera kurteist en það verður þá að þola ókurteisina sem það fær til baka. P.S. En ég hef aldrei kallað þig ljótum nöfnum aðeins Kat og elskan.

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég var ekki kvarta yfir meiningu þinni heldur yfir því hverig þú orðaðir hlutina. “Eru stundakennarar með rannsóknarskyldu? Hver var aftur munurinn á þeim og prófessorum? Ja hérna hérna.. jæja ef þú segir það.” (KaT) Af hverju sagðirðu ekki eitthvað á þess leið: “Af hverju var stundakennari að sinna rannsóknarstörfum” í stað þess að tala niður til mín þá hefðirðu kannski fengið kurteis og málefnaleg viðbrögð!!!! 'Okurteisi kallar á ókurteisi!

Re: Verklag íslenskra hugbúnaðarhúsa

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Viðhaldsverk eru venjulega ekki hönnuð eða rýnd og ekki samdar prófanalýsingar. Annars get ég svarað öllum spurningunum játandi. Ég vinn hjá vel skipulögðu stóru fyrirtæki.

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Æi, lofaðu mér því að hætta í þessum hrokafulla leik - þú ert bara vitlaus - forritarar úr HÍR eru vitlausir áður en þú ferð út á vinumarkaðaninn. Ég er skíthrædd um að þurfa að vinna einhvern tímann með þér. P.S. Slæm lestrarkunnátta þarf ekki að byggjast á lesblindu heldur getur hún grundvallast á lélegum lesskilningi. Skrepptu bara í nokkra kúrsa í kennslufræðum og þá verður munurinn útskýrður fyrir þér. Annars er lesblinda fötlun (sem ég þjáist af ásamt fleirum) en ekki sjúkdómur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok