Góður punktur hjá Anastaxiu! Barnið skilur ekki af hverju það fær ekki sömu athygli hjá foreldrinu og hjá barnpíunum. Hvernig útskýrir maður fyrir barninu sínu að það þurfi að kaupa í matinn, elda, þvo o.s.frv. og það sé ekki alltaf hægt að sinna því? Tja, þau læra að sætta sig við þetta á endanum. En maður þarf bara að passa sig að sinna börnunum vel þegar maður getur sinnt þeim - það ætti að auðvelda þeim þennan lærdóm.