Gleymt lykilorð
Nýskráning
Formúla 1

Formúla 1

5.343 eru með Formúla 1 sem áhugamál
13.362 stig
647 greinar
541 þræðir
68 tilkynningar
26 pistlar
354 myndir
452 kannanir
7.652 álit
Meira

Ofurhugar

Alert Alert 870 stig
Vala Vala 492 stig
IanAnderson IanAnderson 468 stig
atli atli 406 stig
Aiwa Aiwa 356 stig
sphinx sphinx 348 stig
maggap maggap 300 stig

Nürburgring-Nordschleife 1976 - Niki Lauda slysið (4 álit)

Nürburgring-Nordschleife 1976 - Niki Lauda slysið Þýski kappaksturinn á gömlu Nürburgring 1. ágúst 1976.

Niki Lauda missti stjórn á Ferrari bifreið sinni á Bergwerk kaflanum, sem er á bakkafla brautarinnar, og kastaðist út í kant, það kviknar í henni og hún heldur áfram að skoppa og staðnæmist inn á braut. Guy Edwards hjá Hesketh liðinu rétt náði að smeygja sér framhjá Lauda, en Harald Ertl (Hesketh) og Brett Lunger (Surtees) lentu báðir á Ferrari bíl Lauda.
Edwards, Ertl og Lunger reyndu allir að ná Lauda út úr brennandi bifreiðinni, og fljótlega kom Arturo Merzario, stöðvaði Wolf Williams bifreið sína og hjálpaði hinum þremur.
Lauda var fluttur á spítala í Adenau með alvarleg brunasár, og var flogið með hann til Háskólasjúkrahússins í Mannheim þar sem hann barðist fyrir lífi sínu í næstu daga.
Aðeins 6 vikum síðar var hann mættur til leiks, ennþá með forystu í keppni ökumanna.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qMooguEtmMg

Michael Schumacher fótbrotnar (5 álit)

Michael Schumacher fótbrotnar Breski kappaksturinn 1999: Schumacher lendir útaf og klessukeyrir á vegg og fótbrotnar. Atvikið kostaði hann baráttuna um titilinn þetta árið, og var hann frá í 7 mót.

Schumacher, Hakkinen og Coulthard (9 álit)

Schumacher, Hakkinen og Coulthard Djöfull man maður eftir því þegar Hakkinen var sá eini sem réð eitthvað við Schumacher… Góðir tímar…

Ökumenn F1 1999 (5 álit)

Ökumenn F1 1999 Hér má sjá “byrjunarliðið” í Formúlu 1 eins og það var fyrir ástralska kappaksturinn 1999.

Í efstu röð frá vinstri:
Jean Alesi #11 (Sauber Petronas),
Pedro Diniz #12 (Sauber Petronas),
Jacques Villeneuve #22 (BAR Supertec),
Riccardo Zonta #23, nýliði(BAR Supertec),
Rubens Barrichello #16 (Stewart Ford-Cosworth)
og Johnny Herbert #17 (Stewart Ford-Cosworth).

Í miðröð frá vinstri:
Pedro de la Rosa #14, nýliði (Arrows),
Toranosuke Takagi #15 (Arrows),
Alessandro Zanardi #5 (Williams Supertec),
Ralf Schumacher #6 (Williams Supertec),
Heinz Harald Frentzen #8 (Jordan Mügen-Honda),
Damon Hill #7 (Jordan Mügen-Honda),
Luca Badoer #20 (Minardi Ford-Cosworth)
og Marc Gené #21, nýliði (Minardi Ford-Cosworth).

Fremsta röð frá vinstri:
Giancarlo Fisichella #9 (Benetton Playlife),
Alexander Würz #10 (Benetton Playlife),
David Coulthard #2 (McLaren Mercedes),
Mika Häkkinen #1 (McLaren Mercedes),
Michael Schumacher #3 (Ferrari),
Eddie Irvine #4 (Ferrari),
Jarno Trulli #19 (Prost Peugeot)
og Olivier Panis #18 (Prost Peugeot).

Jerez 1997 (2 álit)

Jerez 1997 Sekúndubrotum áður en Michael Schumacher keyrir inn í hliðina á Jacques Villeneuve.

Atvikið átti sér stað á hring 48 af 69 í Evrópukappakstrinum 1997, sem að þessu sinni var haldinn á Jerez brautinni á Spáni. Fyrir keppnina hafði Schumacher 1 stigs forskot á Villeneuve; 78 gegn 77.

Í tímatökunni varð sögulegur viðburður, þegar að 3 ökumenn náðu sama ráspólstíma, en Villeneuve hafði vinninginn þar sem hann hafði sett tímann fyrstur, og Schumacher í öðru og Frentzen í þriðja.

Í startinu náði Schumacher betra starti og leiddi keppnina frá 1. beygju. Frentzen komst einnig fram fyrir Villeneuve, en hleypti honum framúr aftur nokkrum hringjum síðar. Villeneuve nálgaðist Schumacher óðfluga, og eftir seinni stoppin þeirra náði Villeneuve Schumacher og gerði reyndu að komast fram úr honum á 48. hring, en Schumacher keyrir inn í hliðina á honum og er úr leik. Villeneuve nær hins vegar að halda áfram, á skemmdum bíl, og forskotið dugði honum fram á síðasta hring þegar McLaren bílarnir tóku fram úr honum. Villeneuve varð 3., náði þar af leiðandi 4 stigum og varð heimsmeistari með 81 stigi á móti 78 stigum Schumachers.

Nokkru síðar var Schumacher svo sviptur 2. sætinu í heimsmeistarakeppninni 1997, en hann hélt heildarárangri sínum fyrir keppnistímabilið, og Ferrari fékk að halda stigum Schumachers.

Adelaide 1994 (1 álit)

Adelaide 1994 Áreksturinn sem réði úrslitum heimsmeistarakeppninnar 1994 - árekstur Michael Schumacher á Benetton Ford og Damon Hill á Williams Renault, á 21. hring af 81.

Enn er deilt um hvort áreksturinn hafi verið viljaverk eða óviljaverk að hálfu Michael Schumacher.

Dæmið bara sjálf:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kaqWSloTpgo

Ég get aðeins túlkað myndbandið svona: Schumacher missir grip og keyrir utan í vegg. Þar skemmir hann bílinn sinn. Í þann mund sem hann kemur aftur inn á brautina er Hill kominn í skottið á honum og reynir að komast framúr, en Schumacher “blockerar” hann og á endanum tekur Schumacher þröngu línuna í gegnum beygjuna og kemur síður en svo í veg fyrir árekstur. Hann keyrir upp á dekkið hjá Hill og flýgur útaf og er undir eins úr leik. Hill aftur á móti heldur áfram, en fljótlega kemur í ljós að stöng í fjöðruninni er bogin, og er Hill úr leik.

Þetta þýddi það að Schumacher var heimsmeistari með 92 stig á móti 91 stigi Hill. Williams liðið ákvað að aðhafast ekki frekar og stóðu því úrslitin.

Ferrari Formúla 1 bíll frá 1948 (5 álit)

Ferrari Formúla 1 bíll frá 1948 Svaka leg þróun í formúla eitt bílunum

"Krýning" heimsmeistaranna (3 álit)

"Krýning" heimsmeistaranna Fernando Alonso heimsmeistari og Flavio Briatore liðsstjóri Renault taka við titlunum við hátíðlega athöfn föstudaginn 8. desember.

Alfa Romeo 158 (2 álit)

Alfa Romeo 158 Hér ber að líta keppnisbílinn Alfa Romeo 158, sem notaður var af Alfa Romeo liðinu á keppnistímabilinu 1950.

Þessi bíll er frægur fyrir það að hann vann fyrstu keppni í Formúlu 1 sem taldist til heimsmeistarakeppni, á Silverstone brautinni 13. maí 1950.

Sigurvegarinn í þeirri keppni var Giuseppe Farina.

Fór svo að af 3 efstu í heimsmeistarakeppninni 1950 átti Alfa Romeo liðið 3; Farina sem heimsmeistari, Juan Manuel Fangio í 2., og Luigi Fagioli í 3.

Helstu upplýsingar um bílinn:
Heiti: Alfa Romeo 1958
Vél: 8 strokka línuvél, 1.479 cc, 350 hö (við 8.500 snúninga)
Þyngd: 630 kg
Bil milli öxla: 254 cm
Bil milli hjóla: 127 cm að framan, 132 cm að aftan
Dekk: Pirelli dekk, 5,50 x 17 tommur að framan, 7,00 x 18 tommur að aftan

Diniz (6 álit)

Diniz þetta gerist þegar bensín sullast yfir bílinn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok