Gleymt lykilorð
Nýskráning
Formúla 1

Formúla 1

5.343 eru með Formúla 1 sem áhugamál
13.362 stig
647 greinar
541 þræðir
68 tilkynningar
26 pistlar
354 myndir
452 kannanir
7.652 álit
Meira

Ofurhugar

Alert Alert 870 stig
Vala Vala 492 stig
IanAnderson IanAnderson 468 stig
atli atli 406 stig
Aiwa Aiwa 356 stig
sphinx sphinx 348 stig
maggap maggap 300 stig

Williams FW29 (5 álit)

Williams FW29 Williams-liðið frumsýndi 2007 keppnisbíl sinn í Crove í Oxfordskíri á Bretlandi í dag. Bíllinn ber heitir FW29 og fylgja honum miklar væntingar eftir vægast sagt dapurt gengi Williams liðsins á liðnu ári.

Williams hefur skipt um vélarframleiðanda, og er nú kominn með Toyota vél.

Ökumenn liðsins í ár verða ungliðinn Nico Rosberg og reynsluboltinn Alexander Würz, sem snýr nú aftur úr “útlegðinni”. Würz hóf Formúlu 1 feril sinn sem staðgengill landa síns, Gerhard Berger, og í sinni 3. keppni skoraði hann 3. sæti. 1998 var hann síðan ráðinn aðalökumaður liðsins ásamt Fisichella, en árangurinn lét á sér standa, og þegar að Würz tókst ekki að finna sér keppnissæti árið 2001 gekk hann til liðs við McLaren sem tilraunaökuþór, og gegndi því hlutverki til 2005. Árið 2005 keppi hann eina keppni í staðinn fyrir hinn meidda JP. Montoya. Á liðnu ári gekk Würz til liðs við Williams sem 3. ökumaður, og var verðlaunaður með sæti aðalökumanns í ár.

Annars er það að frétta af seinustu frumsýningunum, að allar dagsetningar eru nokkurn veginn komnar á hreint, og verða sem segir:

Spyker liðið mun sýna sinn bíl nk. mánudag (5. feb.) á Silverstone brautinni.
Scuderia Toro Rosso hefur ákveðið að sýna sinn bíl degi síðar, eða þriðjudaginn (6. feb.). Staðsetning er enn ókunn.
Og Super Aguri, sem frestaði frumsýningu síns bíls eftir að hafa fallið á árekstrarprófi, hefur ákveðið að sýna sinn bíl í Tókýó í Japan þann mánudaginn 12. mars, eða aðeins 6 dögum áður en grænu ljósin munu kvikna á Melbourne brautinni.



Mynd:
* Stats F1, http://www.statsf1.com/cars/photo/102/1174.jpg.

Heimildir:
* Wikipedia.org. 2007 Formula One Season. Slóð: http://en.wikipedia.org/wiki/2007_Formula_One_Season.
* Wikipedia.org. Alexander Wurz. Slóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Alexander_Wurz.

Gamla myndin - Ráslínan fyrir argentínska kappaksturinn 1955 (3 álit)

Gamla myndin - Ráslínan fyrir argentínska kappaksturinn 1955 Já, eflaust nokkuð margir hissa á þessarri mynd, en þetta fyrirkomulag (margir á sömu ráslínu) var ekki svo óalgengt lengi vel í Formúlunni.

Myndin sýnir rásröðina eins og hún var fyrir argentínska kappaksturinn 1955. Byggðist ráslínan upp þannig að 4 voru í 1. röð, 3 í 2. röð, 4 í 3. röð, o.s.frv. Sá sem var á ráspól (í þessu tilfelli) var sá sem hóf keppni lengst til hægri í röðinni (Juan Froilan Gonzalez, Ferrari, í þessu tilfelli). Við hliðina á honum kom síðan sá sem varð 2. í tímatöku, o.frv.

Myndin er fengin af vefsíðunni Stats F1, nánar tiltekið af slóðinni http://www.statsf1.com/photos/gp/1955/42.jpg.

Ef einhverjum langar að forvitnast um röðina á ráslínuna fyrir þennan kappakstur, þá bendi ég á slóðina http://www.statsf1.com/default.asp?From=/resultat/gp/grille.asp?idgp=42%26LG=2.

Ég hvet alla eindregið til að kynna sér síðuna StatsF1.com, frábær síða að mínu mati.

Stökk Michaels (3 álit)

Stökk Michaels Þetta er fræga stökk Michaels Schumachers ætli við fáum að sjá það á spáni?

Man einhver eftir þessu? (10 álit)

Man einhver eftir þessu? Man einhver eftir þessu? Án efa ein umdeildasta keppni síðustu ára, Ferrari, Jordan og Minardi kepptu einir í USA eins og þið kanski vitið fyrr á þessu ári.

Alonso (7 álit)

Alonso hér fær Fernando Alonso Mercedes SLR McLaren 722 Edition

Trulli (4 álit)

Trulli Þetta er einhver árekstur hjá Jarno Trulli þegar hann var hjá Renault. Svaka klessa þarna á ferð.

Mynd fengin af þessum vef

Red Bull RB3 (6 álit)

Red Bull RB3 Nýr keppnisbíll Red Bull var frumsýndur í gær á Catalunya brautinni í Barcelona á Spáni.

Í ár verður Red Bull knúið af Renault vélunum í staðinn fyrir Ferrari vélarnar, en systurliðið, Toro Rosso, mun nota Ferrari vélar í staðinn.

Sérfræðingum Formúlunnar ber saman um að hönnun RB3 sé greinilega handverk Adrian Newey, en hann er aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull liðsins í ár.

Myndin er fengin (eins og flestar aðrar sem ég set inn) frá tölfræðivefnum StatsF1.com. Slóðin er http://www.statsf1.com/cars/photo/237/1173.jpg.

BAR Honda (4 álit)

BAR Honda A þessari mynd sjaiði kolsvartann BAR Honda bil, nyji billinn ? Nei þvi miður ekki, þetta atti að verða billinn sem yrði notaður arið 2004 en þeir akvöðu að hafa hann hvitann og var þessi storglæsilegi concept bill ekki notaður.

Honda er hins vegar bunir að hanna annann svona storglæsilegann bil aftur og er hann lika kolbikasvartur en það er talið liklegt að hann muni ekki vera þannig eftir að þeir verða bunir að semja við styrktaraðila.

Fernando Alonso og Lewis Hamilton (45 álit)

Fernando Alonso og Lewis Hamilton Hérna eru nýju ökumenn McLaren liðsins í góðu skapi við frumsýningu McLaren MP4-22 bílsins þann 15. janúar.
Lewis Hamilton vinstra megin og Fernando Alonso hægra megin.
Hamilton skráir sig á spjöld sögunnar í formúlu 1 með því að vera fyrsti blökkumaðurinn til að keppa í greininni.

Ferrari félagarnir (11 álit)

Ferrari félagarnir Kimi Raikonnen og Felipe Massa, ökuþórar Ferrari 2007 á nýja Ferrari F2007
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok