Gleymt lykilorð
Nýskráning
Formúla 1

Formúla 1

5.343 eru með Formúla 1 sem áhugamál
13.362 stig
647 greinar
541 þræðir
68 tilkynningar
26 pistlar
354 myndir
452 kannanir
7.652 álit
Meira

Ofurhugar

Alert Alert 870 stig
Vala Vala 492 stig
IanAnderson IanAnderson 468 stig
atli atli 406 stig
Aiwa Aiwa 356 stig
sphinx sphinx 348 stig
maggap maggap 300 stig

Gamla myndin - Fjöldaárekstur í byrjun breska kappakstursins 1984 (0 álit)

Gamla myndin - Fjöldaárekstur í byrjun breska kappakstursins 1984 Á þessari mynd má sjá stóran árekstur sem varð í upphafi breska kappakstursins árið 1984, en það ár var hann haldinn á Brands Hatch brautinni (sem var aflögð sem Formúlu 1 braut árið 1986).

Eftirfarandi atvikslýsingu má lesa á GrandPrix.com (http://www.grandprix.com/gpe/rr398.html):
At the start Piquet went into the lead but halfway around the lap there was a big accident at Bottom bend as Riccardo Patrese (Alfa Romeo) tried to pass Jacques Laffite's Williams-Honda. The Italian spun. This caused his team mate Eddie Cheever to lift off. Behind him Johansson did the same but Philippe Alliot in the RAM did not have time to react and went into the back of the Tyrrell and then flew over it, landing on the rear of Cheever's car. Also involved was Gartner who tried to avoid the crash and ended up in the tire barrier.

Bílarnir á myndinni:
Aftast: Osella Alfa-Romeo - Jo Gartner.
Næst miðju: Tyrrell Cosworth - Stefan Johansson.
Fremst til vinstri: RAM Hart - Philippe Alliot.
Fremst til hægri: Alfa Romeo - Eddie Cheever.

Slóð á mynd: http://www.statsf1.com/photos/gp/1984/398.jpg.

Heikki Kovalainen (0 álit)

Heikki Kovalainen Þetta er nýji ökumaðurinn hjá Renault sem er að rótbursta Fisichella á ævingum.

vefur

David Coulthard og Karen Minier (7 álit)

David Coulthard og Karen Minier útaf endalausum commentum og einkapóstum hef ég ákveðið að pósta enn einni “couple” myndinni. OOOO þetta er svo gaman.

En þetta er David Coulthard ökumaður Red Bull ásamt kærustu sinni Karen Minier. Þau eru á einhverri fornbílasýningu og mér sýnist að við sjáum tvo breska bíla í bakgrunninum

|VEFUR|̔

Fernando og Raquel del Rosario (9 álit)

Fernando og Raquel del Rosario Gaman að þessum couple myndum:D

Þetta er Fernando Alonso þarna heimsmeistarinn með gellunni sinni Raquel del Rosario. Hef ekki hugmynd hvort þau séu gift eða séu saman en þau voru allavega saman.

Scuderia Toro Rosso STR02 (0 álit)

Scuderia Toro Rosso STR02 Svona lítur keppnisbíll Toro Rosso út. Bíllinn var afhjúpaður við leynilega athöfn þann 13. febrúar á Catalunya brautinni í Barcelona.

Af myndinni má dæma að Toro Rosso ætli sér að nota samskonar yfirbyggingu og systurliðið Red Bull notar. Hefur það valdið miklum deilum sem ekki sér fyrir endann á, aðallega vegna kvörtunar frá Williams og Spyker.

Í stað Cosworth vélanna í fyrra koma nú Ferrari vélar.

Í tilefni frumsýningar á nýja bílnum staðfesti liðið áframhaldandi ráðningu Vitantonio Liuzzi sem ökumanns. Ekki var tilkynnt enn hver yrði 2. ökumaður liðsins, Scott Speed þyki líklegur en enn á eftir að leysa úr samningsmálum hans.

[Slóð]

Schumi genginn til liðs við Barcelona (13 álit)

Schumi genginn til liðs við Barcelona Fregnir herma að Eiður verður áfram á bekknum hjá Barcelona eftir að Schumacher var fenginn til liðsins.

Ég má víst ekki ýkja of mikið. Tel líklegt að myndin hafi verið tekin fyrir einn af góðgerðaleikjum sem Schumacher tók þátt í.

Myndin er fengin af síðunni www.sport.es

Spyker F8-VII (22 álit)

Spyker F8-VII Keppnisbíll Spykerliðsins í ár.

Skemmtilega appelsínugulurbíll sem verður forvitnilegt að fylgjast með í ár.


Myndin fengin af heimasíðu Spyker:
http://www.spykerf1.nl/img/gallerij/nm/01.jpg

Prost bifreiðin (3 álit)

Prost bifreiðin Þetta er bíllinn sem Alain Prost, margfaldur heimsmeistari, átti. Þótt hann var flinkur ökumaður þá varð liðið hans (prost) aldrei gott. Vangaveltur eru um að hann muni snúa aftur í formúluna las ég einhverstaðar. En það verður að bíða síðari tíma

mynd fengin af þessum vef

Tyrrell P34 (a.k.a. 6 hjóla-bíllinn) (6 álit)

Tyrrell P34 (a.k.a. 6 hjóla-bíllinn) Bíll: Tyrrell P34
Vél: V8 Ford Cosworth 3.0 lítra
Dekk: Goodyear
Fjöldi keppna: 30 (Spánn 1976 - Japan 1977).
Fjöldi sigra: 1 (Jody Scheckter, Svíþjóð 1973).
Fjöldi ráspóla: 1 (Jody Scheckter, Svíþjóð 1973).
Fjöldi skipta í verðlaunasæti: 14.
Hönnuður: Derek Gardner
Ökumenn: Patrick Depailler (30 keppnir), Jody Scheckter (12 keppnir), Ronnie Peterson (17 keppnir).

Enn sem komið er þá er Tyrrell P34 eini 6 hjóla bíllinn sem keppt hefur í kappakstri, þó að March, Ferrari og Williams hafi smíðað 6 hjólabíla en þó ekki notað í kappakstri.
Notkun P34 var hætt þar sem Goodyear sá sér ekki fært um að þróa litlu 10" dekkin að framan.

Renault R27 (5 álit)

Renault R27 Hér má sjá mynd af nýja R27 bíl Renault liðsins sem frumsýndur var í Amsterdam í Hollandi í gær.

Meðal nýjunga í honum er 7 gíra stiglaus gírkassi.

Breyttir litir á bílnum vöktu athygli, gulur litur Renault heldur sér áfram, en í staðinn fyrir hinn ljósbláa lit Mild Seven, sem var aðalstyrktaraðili Renault þangað til í lok síðustu vertíðar, eru nú komnir 3 litir; dökkblár, hvítur og appelsínugulur, sem vísa til hollenska bankans ING sem núna er aðalstyrktaraðili Renault.

Myndin er fengin af slóðinni http://www.statsf1.com/cars/photo/81/1168.jpg.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok