Þetta er hið mikla snilldar band Premature Burial en þeir spila skemmtilega blöndu af melódískum doom/black/thrash metal með smá cross over í christian rock áhrif. Á myndinni eru meðlimir sveitarinnar, frá vinstri til hægri: Ripper, sem spilar á gítar, síðan Thorshammer sem syngur/growlar og spilar á bassa og að lokum The Slayer sem lemur húðirnar af miklum krafti.
Sveitin kemur frá Finnlandi og er að sjálfsögðu tr00 necro og eru enn mjög underground í metal senunni í Finnlandi og það eina sem ég hef heyrt með þeim er demó sem ég eignaðist á kasettu sem ég gróf upp á útimarkaði á ferð minni um Finnland síðasta sumar. Lögin eru tekin upp í norskum fjallakofa við kertaljós, að sjálfsögðu.
Ég bíð spenntur eftir disk frá þeim, en orðið á götunni er að hann komi út í lok nóvember.