Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Varaforseti Kennedys (2 álit)

Varaforseti Kennedys Áfram heldur “Kennedy þemað” :)

Þessi sjaldséða en skemmtilega mynd er frá kosningafundi fyrir forsetaslaginn 1960. Lyndon B. Johnson varaforsetaefni Kennedys lætur hér eitthvað fara mjög í taugarnar á sér, og bregst við á sinn gamla góða Texas-máta.

Hinn vel-uppaldi Boston-piltur John F. Kennedy er hinsvegar vanur öllu kurteisislegri pólitík úr sinni heimabyggð. Honum þykir greinilega upphlaup Johnsons vart sæma verðandi varaforseta Bandaríkjanna og reynir af veikum mætti að róa gamla Suðurríkjavarginn.


Eins og við vitum varð Johnson forseti við fráfall Kennedys þremur árum síðar, og var svo endurkjörinn með yfirburðum 1964. Þykir hann hafa gert marga góða hluti, sérlega í mannréttinda- og velferðarmálum innanlands, en Víetnamstríðið setti stóran strik í reikninginn og varð til þess að hann lauk embættistíð sinni í hálfgerði skömm.

En eins og myndin sýnir glöggt, hafði hann stórt skap og var oft á tíðum orðljótur. Því fengu t.d. íslenskir herstöðvarandstæðingar að kynnast þegar hann heimsótti landið í varaforsetatíð sinni. Átti hann að sækja einhvern fund í Háskólabíói, en þegar þangað var komið beið hans þvaga af mótmælendum með sín skilti. “Secret Service” mönnum til mikillar hrellingar rauk Johnson (sem var hár og mikill vexti) útúr bíl sínum, ruddist gegnum þvöguna, stóð uppá girðingu og þrumaði yfir lýðnum! Þar til útúrstressuðum lífvörðunum tókst loks að komast að honum og róa hann niður.

JFK morðið, 1963 (10 álit)

JFK morðið, 1963 Klukkan er 12:29, þann 22. nóvember árið 1963. Við erum stödd á Elm Street í Dallas, Texas. Forseti Bandaríkjanna, John Fitzgerald Kennedy, kemur niður götuna í dökkbláum blæjubíl (blæjan niðri) ásamt konu sinni Jacqueline Kennedy sem situr við hans vinstri hönd, aftast í bílnum. Fyrir framan Kennedy er John Connally, ríkisstjóri Texas, og við vinstri hönd Connallys er kona hans, Nellie Connally. Og fyrir framan þau tvö er bílstjórinn í vinstra sætinu og öryggisvörður nokkur í því hægra.

Klukkan gengur 12:30 og Kennedy og félagar keyra framhjá skólabókageymslustað nokkrum (“The Book Depository Building”). Skothljóð skerst í eyrun á okkur. Við höldum þó ró okkar því við álítum þetta aðeins vera einhverjir flugeldar. En þetta var þvert á móti skot sem fór niður í jörðina, rétt fyrir aftan bílinn. BANG! og annað skot skýst aftan í Kennedy og kemur út um hálsinn. Öskur. Kennedy þrýstir hægri hendi sinni að hálsinum og hallast til vinstri. Jacqueline leggur handleggi sína utan um hann í hræðslu. Örstuttu síðar (sama skot, eða hvað?) tekur John Connelly að bregðast við skoti(nu) sem gekk inn í bak hans, fór í bringu hans, hægri úlnlið, og fór út um vinstra læri (the Magic Bullet). “My God, they are going to kill us all!” hrópar Connelly. Þriðja (eða hvað?) og síðasta skotið gengur inn í höfuð Kennedys og bútur á stærð við hnefa flýgur úr höfði hans út frá hægri hliðinni. Sætin í bílnum og mótorhjól til hægri með lögreglumanni nokkrum útatast í blóði forsetans. Lögreglumaður stekkur á afturhluta bílsins og tekur í Jacqueline. Bílstjórinn gefur í og keyrir út úr sjón. Skotin höfðu öll farið á minna en sex sekúndum, úr 6.5 x 52 mm ítölskum Carcano riffli.

Einum klukkutíma og tuttugu mínútum seinna er kommúnistinn (eða marxist-lenínistinn eins og hann sjálfur orðaði það) Lee Harvey Oswald handtekinn um grun á morðinu. Oswald neitaði því að hafa skotið Kennedy - “I'm just a patsy”. Tveimur dögum seinna, á meðan það var verið að ganga með Oswald úr höfuðstöðvum lögreglunnar í Dallas yfir í fangabíl sem átti að flytja hann í Dallas fangelsið, var hann skotinn af Jack Ruby, stjórnanda næturklúbbs í Dallas.


Jæja Hugarar. Ég trúi ekki öðru en að þið hafið nokkrar sterkar skoðanir á þessu máli. Til að byrja á nokkrum spurningum fyrir ykkur; var Oswald eini maðurinn að verki? Voru aðrar skyttur? Voru aðeins þrjú skot? Tilraunir hafa verið gerðar á tímanum (minna en sex sekúndur) og aldrei (allavega MJÖG sjaldgæft, og aðeins bestu skyttur heimsins gætu mögulega náð því) hefur einn maður náð að skjóta þremur skotum úr samskonar riffli á þeim tíma, hvað þá að hitta í höfuðið á manni í bíl sem var á hreyfingu? Og ofan á það var Oswald aðeins þekktur sem meðalskytta. Og hvað hafið þið að segja um “The Magic Bullet Theory”? Endilega komið með ykkar skoðun.

Btw. Þessi lýsing er eftir mig, bara svo það sé ljóst.

Afríka 1880 (9 álit)

Afríka 1880 Hérna sést skipting Afríku þegar nýlendutíminn stóð sem hæst. Einu sjálfstæðu löndin eru Líbería vegna þess að hún átti að vera leysingjaland og Eþópía vegna þess að Ítalir náðu ekki að leggja hana undir sig. Þess má geta að Belgíska Kongó var líklega það land sem lenti verst útúr þessu.

Heilaga Rómanska Heimsveldið (22 álit)

Heilaga Rómanska Heimsveldið Hér má sjá mynd af Heilaga Rómanska Heimsveldinu, (holy Roman empire) sem er nú betur þekkt sem þýskaland í dag. Landið var nú aldrei eitt ríki, heldur samanstóð af tugum misstórra furstadæma. Sumar borgir voru t.d. oft sjálfstæðar, enn stærð þessa heimsveldis gefur okkur nú til kynna hvers vegna þýskan er svona útbreidd í evrópu. Liechenstein er eitt dæmi þessara furstadæma sem aldrei voru sameinuð í stærri ríkin. Þ.e.a.s Þýskaland, swiss og austuríki.

Kennedybræður (8 álit)

Kennedybræður Hér sjást Kennedybræðurnir frægu – John, Robert og Edward (kallaðir Jack, Bobby og Ted). Elsti bróðirinn, Joseph jr. féll í Seinni heimsstyrjöldinni.

Annars voru bræðurnir fjórir úr stórum systkinahópi, enda fjöldskylda þeirra írskir kaþólikkar. Fjölskyldufaðirinn Joseph Kennedy hafði fyrr á öldinni komist til ríkidæmis og valda í Boston, á vafasaman hátt töldu margir. Hann vænti stórra verka af sonum sínum, helst ekkert minna en forsetaembættið.

Gamla manninum varð síðan að ósk sinni árið 1960 þegar Jack, sem þá hafði verið þingmaður í nokkur ár, náði naumlega kjöri í forsetakosningum. Varð hann svo einn af dáðustu bandaríkjaforsetum fyrr og síðar, þó umdeildari hafi síðar orðið. En eins og við vitum endaði forsetatíð hans á hörmulegan hátt þremur árum síðar.


Bobby hafði verið dómsmálaráðherra í stjórn bróður síns, en var kosinn á þing eftir að hafa verið ýtt útúr Johnson-stjórninni. Það kom engum á óvart þegar hann lýsti yfir framboði sínu til forseta árið 1968. Telja margir að hann hefði orðið betri forseti en Jack, sérlega á þeim erfiðu árum sem voru í vændum. En af því varð ekki, því áður en hann náði tilnefingu Demókrataflokksins hlaut hann sömu örlög og bróðir sinn fimm árum áður.


Ted hafði í samanburði við bræður sína allaf verið “svarti sauðurinn”. Gekk ekki jafn vel í skóla og hafði lag á að koma sér í allskonar klandur. Einhverjir vildu endilega munstra hann í forsetakosningar 1972, en þær vonir urðu að engu þegar hann kom sér í enn eitt klandrið, með ölvunarakstri sem kostaði unga konu lífið. Önnur atlaga hans að forsetaframboði, árið 1980, var herfilega misheppnuð og fjaraði fljótt út.

Þrátt fyrir þetta hefur Ted Kennedy átt sitt örugga fylgi í þingsæti undanfarna áratugi. Hefur hann öðlast virðingu fyrir þingstörf sín, en þar þykir hann mjög frjálslyndur og leggur oft óvinsælum málefnum lið. Var t.d. gallharður á móti Írak-stríðinu 2003, ólíkt flestum Demókrötum sem lúffuðu fyrir Bush og greiddu stríðinu atkvæði sitt. Nú berast fréttar af hrakandi heilsu hans, en víst er að stuðningsmönnum þætti illt að missa þennan síðasta Kennedybróður alveg strax.

Trivia (17 álit)

Trivia Hver er maðurinn og hvað var það merkilegasta sem hann kom á framfæri?

Titanic skrúfur (7 álit)

Titanic skrúfur Skrúfurnar á Titanic voru 3, miðjuskrúfan var 16 fet í þvermál og vó 22 tonn. Vængskrúfurnar voru 26 fet í þvermál og voru 38 tonn að þyngd. Miðjuskrúfan var keyrð áfram af túrbínu og snérist 120 hringi á mínútu, gat ekki bakkað. Vængskrúfurnar voru keyrðar áfram af 2, 4 cylender láþrýstings gufuvélum

HMHS Britannic (15 álit)

HMHS Britannic Síðasta skipið í Olympic-classanum og eitt af tvemur systur skipum hinst fræga Tinanic var Britannic. Það var byggt árið 1914 og var notað sem sjúkraskip í seinni heimstyrjöldinni. Það sökk svo árið 1916 eftir að hafa siglt á þýskt tundurdufl. Þess má geta að skipið átti að heita Gigantic en nafninu var breytt eftir Titanic slysið.

Myndin er af flaki skipsins á botni Miðjarðarhafs en þarna sést hversju gríðarleg sprengingin hefur verið, að framhlutininn brotnaði næstum af.

? (9 álit)

? Hver er maðurinn?

Áfram halda triviur (10 álit)

Áfram halda triviur Hvur er þessi Sovétmaður?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok