Byggingaverkfræði hefur líklega aldrei fleygt jafn mikið fram eins og á 19. öld. Um það vitna stórkostlegar byggingar sem enn eru í fullri notkun og fólk er enn að dást að. Mannvirki eins og t.d. Brooklyn brúin í New York, Eiffelturninn í París, og þetta klassíska kennileiti Lundúnaborgar.
Sjálfur man ég alltaf þegar ég fyrst kom að þessari brú; Hún er nefnilega sirka helmingi stærri en ég hafði ímyndað mér af myndum, og varð ég satt að segja mjög “impressaður”.
Þessi brú var annars á sínum tíma smíðuð af brýnni nauðsyn og miklu hugviti. Ekki ætla ég að orðlengja það meira, en bendi áhugasömum á
http://en.wikipedia.org/wiki/Tower_Bridge .