Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Hver er maðurinn? (7 álit)

Hver er maðurinn? Þessi maður er Japanskur.

Hver er ? (7 álit)

Hver er ? Mjög auðvelt.
Spurningin er einfaldlega hver þessi getnaðarlegi maður er.

Breskur ven (3 álit)

Breskur ven Já hér mundar hann byssustinginn hann Bretaven. Einhver þjóðverjinn hefur nú þurft að búa sig vel, bæði líkamlega og andlega til þess eins að geta tekið hárbeittri sendingu frá þessum kuta.

Ökutæki Atómaldar (9 álit)

Ökutæki Atómaldar Má ég kynna bíl framtíðarinnar (eða svo töldu menn árið 1957), Ford Nucleon!

Þessi framtíðarbíll, að sjálfsögðu hannaður í anda “kagga” samtímans, var reyndar aldrei framleiddur. En segja má að hugmyndin lýsi hvorutveggja í senn; ótímabærri framsýni og óhóflegri bjartsýni. Hann átti nefnilega að vera kjarnorkuknúinn. Þarna aftan í átti semsagt að vera kjarnaklúfur með úraníumkjarna á stærð við gosdós. Áætluðu Ford-menn að maður kæmist eina 7-8 þúsund kílómetra á einum kjarna.

Gott og vel… Þetta hefði alveg örugglega þurrkað út olíukreppur áratuganna sem á eftir komu. Spurning bara hvað fleira hefði einnig þurrkast út í leiðinni! Ljótt ef hver einasta aftanákeyrlsa hefði skapað hættu á “mini-chernobyl”, að ónefndum fjölmörgum fleiri vandamálum varðandi konseptið.

Lesið nánar á http://www.damninteresting.com/?p=656

Hver er maðurinn?! (11 álit)

Hver er maðurinn?! Jæja, enn ein hver er maðurinn spurningin. Ef að illa gengur að geta upp á honum skal ég henda inn vísbendingum.

Hver er maðurinn? (3 álit)

Hver er maðurinn? Þessi merkilega maður er eitt af fórnarlömdum sögunar, þar sem hann er helst þekktur fyrir að hafa verið pwnaður í ritdeilu við Martein Lúther.
Hann var endurbótamaður innan Kaþólsku kirkjunar og vann að því að bæta hana innan frá í stað þess að segja sig frá henni.
Hann skrifaði mjög merkilegt siðfræðirit um hvernig kristnum mönnum bæri að hegða sér fyrir tilstuðlan konu einnar sem var búin að fá nóg af ruddaskap mannsins síns.

Hver er þessi merki maður?

Hver er maðurinn? (5 álit)

Hver er maðurinn? Þessi merki maður var uppi á 13. öld e.kr.
Hann er frægur fyrir ritverk sín.
Hann ritaði á Latínu og var meðlimur í reglu Dóminíkana.
Hann var Ítalskur fræðimaður sem átti undir högg að sækja frá ýmsum áttum en varð svo seinna viðurkenndur sem einn merkasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.
Svo merkur þótti hann að hann fékk nafnbótina: “Doctor Angelicus, Doctor Universalis”

Hver er maðurinn?


Ég get komið með ýtarlegri vísbendingar seinna ef engin nær þessu

Tokio Kid (10 álit)

Tokio Kid Kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki eru í dag af mörgum úthrópaðar sem alveg einstök illvirki í mannkynssögunni. Þær voru vissulega hroðalegar, en í sögulegu samhengi - og frá samtíma-sjónarhorni - eru þær “börn síns tíma”. Afleiðing og endir skelfilegrar styrjaldar þar sem menn voru orðnir ónæmir fyrir fjöldadrápum á óvininum.

Á Kyrrahafinu hafði þetta grimmdaræði viðgengist og magnast í fjögur ár. Áður en Bandaríkjamenn fengu stóru sprengjurnar sumarið 1945, höfðu þeir þegar drepið hundruðir þúsunda af japönskum borgurum í “venjulegum” loftárásum. Í stríði sem Japanar höfðu reyndar hafið, og háð af mikilli grimmd og óvirðingu fyrir almennum borgurum og stríðsföngum. Í ágúst 1945 var því ekki mikið um “móralskar skrúplur” hjá Bandaríkjamönnum varðandi eyðingu japanskra borga eða Japana yfirleitt. Kjarnorkusprengjurnar vour einfaldlega “More Bang for the Buck”.

Þetta plakat er frá 1944, ári fyrir kjarnorkuárásirnar, og lýsir áliti Bandaríkjamanna á “Japs” á þeim tíma, og er bara eitt fjölmargra í svipuðum dúr. Aðeins al-hörðustu mannvinum og/eða friðarsinnum þótti eitthvað athugavert við að útrýma Japönum í stórum stíl með árásum sem voru sérsniðnar í þeim tilgangi.

Í dag er þetta að sjálfsögðu umdeildara. Mörgum (en alls ekki öllum) þykja loftárásirnar á Japan og sérstaklega kjarnorkuárásirnar hafa verið hrein og klár villimennska, hernaðarlega óþarfar og framkvæmdar aðeins til að svala því hatri- og hefndarþorsta sem þetta plakat sýnir.

Níkeu/Konstantínópel játningin (1 álit)

Níkeu/Konstantínópel játningin Hér stendur Konstantínus með kirkjufeðrum Níkeuþingsins (325 e.kr.) og halda á sameinaðri trúarjátningu kirkjunar.
Játningin var svo seinna endurskrifuð og endurbætt á Konstantínópel þinginu árið 381 e.kr og stendur hún enn í dag í mörgum kirkjudeildum

Hver er maðurinn? (25 álit)

Hver er maðurinn? Hvaða ógeðfelldi maður er þetta?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok