Áhugamálið okkar, Championship Manager, lenti í 16. sæti í febrúar yfir vinsælustu áhugamál Huga.is. Flettingarnar voru 33.431. (breytt: miðað við hvernig við höfum metið sætin áður telst CM vera í 12 sæti, því forsíða, kasmír, ego og static teljum við ekki sem áhugamál, svo lækkunin er ekki mikil. wbdaz) Þetta þýðir það að áhugamálið er að færast neðar á listanum og má alltaf gera betur! Endilega sendið inn greinar, myndir, kannanir eða eitthvað sniðugt á korkana.