Örn Ævar Hjartarson, Golfklúbbi Suðurnesja, og Herborg Arnarsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, urðu bæði Íslandsmeistarar í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í höggleik, sem lauk fyrir skömmu á Grafarholtsvelli í Reykjavík. Herborg sigraði eftir þriggja holu umspil við Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili, sem virtist eiga sigurinn vísan er fjórar holur voru eftir en lék þær á fimm höggum yfir pari. Örn Ævar lauk keppni á 288 höggum, fjórum yfir pari, og sigraði með þriggja högga mun. Herborg og Ólöf...