Mótsstjórn Íslandsmótsins í höggleik viðurkennir að vikið hafi verið frá reglugerð í nokkrum atriðum varðandi framkvæmd mótsins sem haldið var á Grafarholtsvelli 9.-12. ágúst 2001. Það var aldrei ætlun nefndarinnar að víkja til hliðar hagsmunum keppenda, en hún hafði í huga að framkvæmd mótsins yrði í hvívetna golfíþróttinni til framdráttar og aukinnar kynningar á meðal landsmanna. Mótsstjórn biðst því velvirðingar, ef gjörðir hennar hafa orðið til þess að einstakir keppendur í mótinu telji...