Þú vilt skilgreina orðið eða túlka “Sálarmorð” einsog að enda líf einhverns, og ferð svo að stytta það í orðið morð. Einsog þú skrifar hér að ofan. Það er ekki átt við það, það er bara verið að meina að þegar manneskja lendir í slíku áfalli að vera nauðgaður eða misnotkaður, eitthvað sem á eftir að fylgja einstaklingnum alla ævi, þá byrjar heljarins sálarstríð inní manneskjunni, hlutir sem hún þarf að vinna úr. Það sem ég á við með þessu orði er bara allt andlega helvítið sem fylgir þessu....