Í gegnum tíðina hef ég dundað mér við að skrifa og skapa ævintýri rétt eins og nær flestir stjórnendur sem ég þekki. Til að fá hugmyndir notar maður allt í senn, bókmenntir, kvikmyndir, fluff-efni fyrir heima og kerfi, netið og svo náttúrulega eigin reynslu. Auðvitað spilar heilmargt inn í, rétt eins og þegar maður er að búa til persónur. Mín reynsla er sú, að nær undantekningalaust flokkast ævintýri í tvennt, eftir því hver hvatinn að sögunni er. Fyrri gerðin kallast sögudrifin (e. Story...