Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

thorok
thorok Notandi frá fornöld 49 ára karlmaður
3.508 stig
Resting Mind concerts

Sænska hljómsveitin Evergrey (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þessi þrusugóða sænska hljómsveit er á leiðinni til Bandaríkjanna í tónleikaferðalag á næstunni, en þetta er mikilsvirt sveit, sem hefur verið að gera mjög góða hluti að undanförnu. Þeir hafa gefið út tvo diska, The Dark Discovery frá 1998 og Solitude*Dominance*Tragedy frá 2000 og eru búnir að taka upp þriðja diskinn, en það á eftir að klára lokafráganginn á honum. Ég þekki tvo háttsetta aðila sem hafa fengið að heyra ómasteraða og ókláraða útgáfu af disknum og jafnvel þannig þá segja þér...

Dream Theater ráðstefna í París (2 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Eftirfarandi rakst ég á á heimasíðu töframannanna í Dream Theater (www.dreamtheater.net). Franski aðdáendaklúbbur þeirra er víst að fara að halda ráðstefnu í maí og svo ætla þeir að brydda upp á smá tónleikum einnig, með engri annarri sveit en sænsku Íslandsvinunum í Pain of Salvation, sem aðalnúmer. ——- “The Dream Theater French official fanclub, Your Majesty, will hold its 2nd convention on May, Saturday 19th, in Paris (venue : Elysee Montmartre). Mike Portnoy will specially take a break...

Ark - Burn the Sun (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fyrir þá sem ekki þekkja þessa frábæru sveit, þá er vert að minnast aðeins á þá hérna. Fyrir tveimur árum (1999) gaf sveitin út sína fyrstu plötu sem hét einfaldlega Ark. Þessi plata fékk allstaðar góða dóma þrátt fyrir að um væri að ræða bara demó sem vandað var aðeins til. Núna um þessar mundir eru þeir aftur á móti að gefa út sína fyrstu “alvöru” plötu, sem nefnist Burn the Sun. Í stuttu máli: “Their new album is one of great diversity and interest that will appeal to fans of metal, hard...

Pain of Salvation á Dynamo 2001!! (2 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Yep, Það er búið að staðfesta það! Pain of Salvation munu spila á Dynamo Open Air í Hollandi. Ég var að fá email frá umboðsmanni þeirra þar sem hann sagði mér frá þessu! Og munið, að þetta er sveitin sem er svo að koma hingað aftur í sumar til að spila. Þorsteinn http://www.islandia.is/shogun fyrir hljóðskrár.

Nevermore tónleikar á Íslandi? (3 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég var svona að velta því fyrir mér hvort það væri einhver markaður fyrir því að fá Bandarísku hljómsveitina Nevermore hingað til lands til að spila. Þeir sem þekkja ekki þessa hljómsveit, þá bendi ég á að sveitin mun spila á Dynamo hátíðinni í maí, ásamt Wacken hátíðinni í ágúst. Heimasíða hljómsveitarinnar: http://www.the.nl/nevermore Þorsteinn

Spiral Architecht - A Sceptic's Universe (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ef þið haldið að það komi eingöngu bullandi black metal frá Noregi, þá er það einungis að hluta til rétt, því að progressive/extreme/technical metal sveitin Spiral Architecht er einnig þaðan. http://www.spiralarchitecht.com er heimasíða þessara töframanna, en leikni þessara manna á hljóðfæri sín verður að einfaldlega að heyrast. Það eru tvö hljóðdæmi á þessari síðu og ráðlegg ég ykkur að kynna ykkur þau bæði. Enda engin furða að sveitin hafi hvarvetna fengið þrusudóma, sjá t.d....

Hvernig á maður að meta hljómsveitir? (7 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Sæl öllsömul Ég tekið eftir því að mjög margir hérna (sem og annars staðar) nota orð og setningar eins og “þetta er snilldarband”, eða “snilldardiskur”, “brilliant plata” o.s.frv, nokkuð oft þegar þeir eru að lýsa hinum ýmsum hljómsveitum. Það sem mér finnst slæmt við notkun slíkra orða, er að þau eru nær merkingarlaust ef að ekki fylgir einhver nánari lýsing á AF HVERJU fólk er á þeirri skoðun sem það er á. Ef einhver segir við mig að einhver plata sé snilld, þá hefur það í raun enga...

Tristania - Beyond the Veil (1 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég var bara svona að velta því fyrir mér hvort einhverjir hérna hefðu heyrt í sveitinni Tristania? Þessi sveit spilar svokallað Beauty and the Beast Metal, sem er stefna samansett úr gothic, black metal, death og klassískri tónlist. Fyrir stuttu sagði ég hérna frá hljómsveitinni After Forever, sem einnig tilheyrir þessari tónlistarstefnu, en sú sveit er einmitt að fara að spila á Dynamo hátíðinni. Ólíkt After Forever, þá er Tristania búin að vera mun lengur starfandi og gerir mun meira út á...

Pain of Salvation og hin norska Artch (með Eiríki (3 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Sæl Eins og þið munið eflaust, stoppaði sænska hljómsveit Pain of Salvation við hér á landi fyrir tveimur vikum, með það í huga að halda smá tónleika á Kaffi Reykjavík. Eins og þið hafið eflaust frétt varð ekkert úr þeim tónleikum, vegna þess að Kaffi Reykjavík gerði þau mistök að tvíbóka kvöldið og án þess að takast að redda kvöldinu. Það er ekki ætlunin að tala um þetta hérna, heldur að segja ykkur aðeins frá tónleikum sveitarinnar í Bandaríkjunum tveimur dögum síðar, á ProgPower USA...

Hvernig á maður að meta hljómsveitir? (16 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Sæl öllsömul Ég tekið eftir því að mjög margir hérna (sem og annars staðar) nota orð og setningar eins og “þetta er snilldarband”, eða “snilldardiskur”, “brilliant plata” o.s.frv, nokkuð oft þegar þeir eru að lýsa hinum ýmsum hljómsveitum. Það sem mér finnst slæmt við notkun slíkra orða, er að þau eru nær merkingarlaust ef að ekki fylgir einhver nánari lýsing á AF HVERJU fólk er á þeirri skoðun sem það er á. Ef einhver segir við mig að einhver plata sé snilld, þá hefur það í raun enga...

Gömlu jálkarnir í Arch Enemy (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
eru einmitt nýbúnir að gera nýja plötu með nýjum söngvara, sem er alveg jafn brutal og þung og hitt efnið frá þeim. Þetta væri þó kannski ekki svo mikið í frásögur færandi, ef að ekki væri fyrir að þessi nýji söngvari er kvenkyns, þó svo að það sé MJÖG erfitt að greina það af hinum brutal growl söng hennar. Ef mér hefði ekki verið sagt að þetta væri kvenkyns söngvari, þá hefði mér ALDREI dottið það í hug. Endilega kíkið á stutt hljóðdæmi frá þessari nýju plötu, Wages of Sin hérna:...

Artch spilar á Wacken tónlistarhátíðinni (2 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Þeir sem hafa verið að hlusta á þungarokk svona eitthvað lengur en í nokkur ár, vita sennilega að stórstöngvarinn Eiríkur Hauksson var eitt sinn í norskri hljómsveit sem hét Artch. Þessi hljómsveit gaf út tvær góðar power metal plötur fyrir eitthvað um áratug síðan (Another Return to Churchill og For the Sake of Mankind), sem skipuðu Eiríki í hóp bestu þungarokkssöngvara í heiminum. Ég get alveg sagt ykkur það að hann er í miklum metum meðal mjög margra þungarokksaðdáenda sem ég veit um. En...

Pain of Salvation í Babylon í kvöld (1 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Hljómsveitin Pain of Salvation, sem ég hef verið að plugga svona eitthvað hérna á þessum síðum, verður í viðtali í kvöld í þáttinum Babylón á Radio-X. Auk þess verður tónlist þeirra nokkuð spiluð, þannig að ef þið eruð ennþá ekki búin að kynna ykkur tónlist þeirra, þá er tækifærið hérna. Auk þess er ekki úr vegi að vísa á Moggann í dag (miðvikudag 21. feb), Moggann á sunnudaginn (18. feb) og síðasta Fókus (fös. 17. feb) fyrir greinar og viðtöl við bandið. Ég hef reyndar scannað fyrstu tvö...

Hardcore vs Grindcore (4 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég hef svona verið að velta því fyrir mér þessa skilgreiningu á þessu harðkjarnahugtaki sem er svo vinsælt að nota í dag. Ég hef nú hlustað á þungarokk, allt frá léttu melódísku hardrokki, upp í það sem gæti verið talið extreme metal. Ég er búinn að vera búsettur úti í Danmörku í nokkurn tíma og kom heim aftur núna í desember og verð mjög svo hissa á að uppgötva að þungarokkið skyldi vera orðið svona vinsælt aftur hérna uppá klaka. Ég kynnti mér náttúrulega það sem var að gerast, hef kynnt...

Rokktónleikar með hljómsveitinni Pain of Salvation (7 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Sæl öllsömul Ég vildi svona bara vekja athygli á því að næstkomandi fimmtudag, 22. febrúar, mun sænska gæðarokkhljómsveitin Pain of Salvation halda tónleika hér á landi, ásamt hinni íslensku Dead Sea Apple. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessarar vönduðu hljómsveitar, er hægt að segja að þeir spila blöndu af þungum metal og allt niður í jazz og allt þar á milli. Enda eru þeir á leiðinni til Bandaríkjanna að spila þar á tónlistarhátíðinni ProgPower USA (http://www.progpower.com) og eru þeir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok