Ég hef hitt ófá Scandinavía á minni ævi, þó flest kynnin hafi verið hin síðustu 4-5 ár. Þegar ég hef kynnt mig og sagt að ég sé frá Íslandi þá hefur örugglega helmingur af öllum þessum Skandinavíubúum (aðallega Svíar og Norðmenn), í tilraun til að vekja athygli á þekkingu sinni á Íslandi og hinu ástkæra ylhýra máli okkar, rutt út úr sér orðin “Tungur Knivur”. Það virðist nefnilega vera sem mynd Hrafn Gunnlaugssonar, Hrafninn Flýgur, sé nokkurs konar cult-mynd í þessum löndum. Síðastliðinn...