Ég veit ekki hvort þið vissuð af því, en það virðist allt benda til þess að sænska hljómsveitin Pain of Salvation (munið, sveitin sem kom hingað til lands í febrúar, ætlaði að spila á Kaffi Reykjavík, en fékk svo ekki að spila, og kom fram í Sílíkon á Skjá Einum í staðinn) muni koma hingað til lands í annað sinn, núna í ágúst og muni spila á Gauknum! Reyndar er þetta óstaðfest, en það er víst búið að bóka Gaukinn fyrir þessa tónleika… Já, og BTW, Það var víst gerð heimasíða fyrir tónleikana...