Ég sá einn vera að spila á harmonikku fyrir utan Bónus, ég vorkenndi honum svo, það var svo hvasst. En hann var flottur á harmonikkunni. Samt gott fyrir þá að fara heim til sín ef þeir lifa bara á því að betla.. nema það sé verra ástandið í Rúmeníu. Og hvað voru þeir líka að spá í að koma til Íslands? Frá Rúmeníu? Spes. Ekki að ég vilji þá ekk hérna, þeir eru kúl sko, en ég er ekki viss um að mér myndi detta í hug að fara til Rúmeníu að betla… en þeir hafa örugglega sínar ástæður.