Hmmmmm… Má ég hlusta á tónlist á netinu og afrita hana? Já, þú mátt hlusta og flytja tónlistina yfir til þín (download), en ekki gera afrit nema fyrir sjálfan þig og þína fjölskyldu. Fyrir heimild til að afrita til einkanota á tölvudisk hefur þú greitt sérstakt höfundarréttargjald þegar þú keyptir diskinn. Má ég tengjast heimasíðum annarra sem eru með tónlist? Já, ef eigandi heimasíðunnar sem þú tengist hefur áður sótt um leyfi og fengið hjá rétthöfunum. Ef þú tengist heimasíðum, sem eru með...