Vá, til hamingju með árangurinn! :) Á þessu ári eignaðist ég kærasta, kláraði samræmdu prófin, fór á heimssýninguna í Japan, komst inn í MH, komst í MH-kórinn, kynntist fullt af frábæru fólki .. og kannski sitthvað fleira sem ég man ekki eftir akkúrat núna. En allt þetta finnst mér allavega frekar merkilegt og frásögufærandi. Og jújú, lífið er æðislegt.. vona að það haldi áfram að vera það á nýju ári!