Stafirnir eru tákn fyrir hliðar þríhyrnings, ekki satt? a og b eru skammhliðar þríhyrningsins og c er langhlið þríhyrningsins, miðað við að eitt horn hans sé 90° Ef a, b og c skiptu engu máli í þessu og a væri t.d. látið vera g í grunnskólum á Íslandi geturðu rétt ímyndað þér ruglinginn ;) Held það sé bara þægilegast að styðjast við a, b og c útaf því, eins og þú segir, að það er byrjunin á enska stafrófinu.