Þannig var það nú að ég sat í þessum mjög svo vinsæla stól við tölvuna í FÍ, bíðandi eftir kennaranum sem ætlaði með mig í progress check. Allur á kafi í glósum og vitleysu eins og hávaðatakmörkum, taxi brautum, emergency procedure, stall procedure, flugleiðir og ég veit ekki hvað og hvað. Ég bíð þarna í að minnsta kosti klukkutíma því einhver var að taka próf á vélina sem ég átti að fara á. Ég leit út og sá að betra veður um miðjan októbermánuð var ekki hægt að óska sér. Einhverjir léttir...