Með þessum pistli ætla ég að gefa ykkur innsýn inn i minn hugsunarhátt og það sem gerist milli þess sem ég opna mynd í Photoshop og set hana á netið. Ég ætla að nota mynd sem notandi hér Aiwa tók en hann bað mig um að krukka aðeins í henni. Hér er upprunalega myndin http://212.30.203.209/simalina/tut/org.jpg og hér er lokaútkoma http://212.30.203.209/simalina/tut/final.jpg Tekið var fram að það var þoka, en hún kom ekki nægilega vel fram, það var eina skilyrðið, að hún myndi koma betur fram....