Þar sem mætast, mar og jörð mun ég ávallt standa vörð. Langan veg um loftið vært ljós mitt blikar ofurskært. Hættum við skal vara þá sem vaskir sigla hjá. Vörð ég stend um ár og öld einn, um niðdimm vetrarkvöld. Bjartan dag sem dimma nátt dvel ég hér í lífsins sátt og samlyndi við sjávarnið, minn sálar innri frið. Þótt stormsamt sé og stinningskalt, þótt stálgrá þokan hylji allt, þótt löng sé nóttin, líflaus, svört eru ljós mín allar tíðir björt. Æ mun veginn vísa þeim sem vilja rata heim.