Ég er að mestu leiti sammála upptalningu þinni, þó eru nokkur atriði sem ég er ósammála. Til að mynda þykir mér fyrstu tvær myndirnar alveg hræðilegar, alltof barnalegar og enn lengra frá söguþræðinum en myndir þrjú og fjögur. Þriðja myndin er að mínu mati sú besta hingað til, myndatakan var til fyrirmyndar, lýsing, hljóð, tónlist allt eins gott og það getur verið Alfonso stóð sig frábærlega. Fjórða myndin var einnig mun betri en fyrstu tvær þótt hún hafi ekki alveg náð þriðju myndinni. En...